Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2022 12:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að verja almannatryggingakerfið og styrkja húsnæðismarkaðinn á sama tíma og vinna þurfi gegn þenslu og verðbólgu í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í morgun og áætlað að umræðunni ljúki í kvöld. Einstakir ráðherrar ræða sína málaflokka í dag og reið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vaðið. Katrín sagði miklar breytingar hafa átt sér stað frá árum kórónuveirufaraldursins sem kallað hefði á mikil fjárframlög ríkissjóðs sem leitt hafi til mikils hallareksturs. Mestur hefði hallinn orðið árið 2020 eða um 240 milljarðar. Í frumvarpinu væri gert ráð fyrir 89 milljarða halla á næsta ári. Nú þyrfti að draga úr þenslu og verðbólgu. „Styrkja um leið og verja almannaþjónustuna velferðina, afkomu tryggingakerfin, styrkja húsnæðismarkaðinn. Þar stendur auðvitað yfir stefnumótun þannig að það eitt og sér er ekki nægjanleg heimild um hvert við stefnum í því,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að þeir sem hefðu einungis fjármagnstekjur greiddu sinn skerf til sveitarfélaga. Sá hópur greiðir ekkert til sveitarfélaganna í dag.Vísir/Vilhelm Fjárlög snúast um hvernig ríkissjóður aflar tekna og í hvaða verkefni tekjurnar fara. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði til fyrri yfirlýsinga forsætisráðherra um réttlæti þess að þeir sem einungis hefðu fjármagnstekjur greiddu hluta tekna sinna í útsvar til sveitarfélaga. „Hér er um réttlætismál að ræða þar sem fjármagnseigendur eru sá hópur sem í fyrra jók mest tekjur sínar. Ríkasta fólkið í landinu jók tekjur sínar mest á síðasta ári,“ sagði Logi og spurði hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Forsætisráðherra sagði fjármagnstekjuskattinn hafa verið hækkaðan um tvö prósentustig á síðasta kjörtímabili. Fjármálaráðherra væri síðan með frumvarp í smiðum samkvæmt stjórnarsáttmála um frekari breytingar sem væntanlegt væri á vorþingi. „Þetta lít ég á sem réttlætismál, þau sem eingöngu hafa þessar tekjur, að þau leggi sitt af mörkum til sveitarfélaga. Það séu skýrt kveðið á um það, það sé engin mismunun í skattlagningu innan þess kerfis. Þannig að við munum sjá breytingar á þessum málum. Við eigum hins vegar eftir að sjá nákvæma útfærslu á þeim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í morgun og áætlað að umræðunni ljúki í kvöld. Einstakir ráðherrar ræða sína málaflokka í dag og reið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vaðið. Katrín sagði miklar breytingar hafa átt sér stað frá árum kórónuveirufaraldursins sem kallað hefði á mikil fjárframlög ríkissjóðs sem leitt hafi til mikils hallareksturs. Mestur hefði hallinn orðið árið 2020 eða um 240 milljarðar. Í frumvarpinu væri gert ráð fyrir 89 milljarða halla á næsta ári. Nú þyrfti að draga úr þenslu og verðbólgu. „Styrkja um leið og verja almannaþjónustuna velferðina, afkomu tryggingakerfin, styrkja húsnæðismarkaðinn. Þar stendur auðvitað yfir stefnumótun þannig að það eitt og sér er ekki nægjanleg heimild um hvert við stefnum í því,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að þeir sem hefðu einungis fjármagnstekjur greiddu sinn skerf til sveitarfélaga. Sá hópur greiðir ekkert til sveitarfélaganna í dag.Vísir/Vilhelm Fjárlög snúast um hvernig ríkissjóður aflar tekna og í hvaða verkefni tekjurnar fara. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði til fyrri yfirlýsinga forsætisráðherra um réttlæti þess að þeir sem einungis hefðu fjármagnstekjur greiddu hluta tekna sinna í útsvar til sveitarfélaga. „Hér er um réttlætismál að ræða þar sem fjármagnseigendur eru sá hópur sem í fyrra jók mest tekjur sínar. Ríkasta fólkið í landinu jók tekjur sínar mest á síðasta ári,“ sagði Logi og spurði hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Forsætisráðherra sagði fjármagnstekjuskattinn hafa verið hækkaðan um tvö prósentustig á síðasta kjörtímabili. Fjármálaráðherra væri síðan með frumvarp í smiðum samkvæmt stjórnarsáttmála um frekari breytingar sem væntanlegt væri á vorþingi. „Þetta lít ég á sem réttlætismál, þau sem eingöngu hafa þessar tekjur, að þau leggi sitt af mörkum til sveitarfélaga. Það séu skýrt kveðið á um það, það sé engin mismunun í skattlagningu innan þess kerfis. Þannig að við munum sjá breytingar á þessum málum. Við eigum hins vegar eftir að sjá nákvæma útfærslu á þeim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58