Rafbílavæðing mögulega farin að skila árangri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. september 2022 20:20 Gripið hefur til aðgerða í loftslagsmálum sem búist er við að skili árangri á næstu árum. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á milli áranna 2020 og 2021. Vegasamgöngur, fiskiskip og iðragerjun eru stærstu losunarþættirnir. Umhverfisstofnun segir að rafbílavæðingin hafi mögulega skilað árangri og bráðabirgðaniðurstöður gefi góða mynd af losun Íslands. Losun frá vegasamgöngum jókst um fjögur prósent sem Umhverfisstofnun telur helgast af aukningu ferðamanna. Þar hafi rútur og hópbifreiðar skipað stóran sess. Eðli málsins samkvæmt jókst losun vegna flugsamgangna töluvert eða um heil 58 prósent árið 2021. Rafbílavæðing er mögulega farin að skila árangri en heildarfjöldi ekinna kílómetra fólksbíla hefur aukist síðustu ár. Á sama tíma hefur losun þeirra verið að dragast saman, sem Umhverfisstofnun telur að rekja megi til aukinnar notkunar rafbíla. Á grafinu sést aukning í heildarfjölda ekinna kílómetra fólksbíla, á meðan losun minnkar.Umhverfisstofnun Loðnuvertíðin hafði einnig áhrif en losun frá fiskiskipum jókst um 13 prósent árið 2021, miðað við árið á undan. Losunin var rétt undir úthlutuðum heimildum fyrir árið 2021 en samkvæmt bráðabirgðatölum nam losun Íslands árið 2021 4.672 tonnum af koltvísýringsígildum. Með Parísarsáttmálanum hefur Ísland skuldbundið sig til að ná 29 prósent samdrætti í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2030. Miðað er við árið 2005 en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands 12 prósentum minni en hún var árið 2005. Umhverfisstofnun telur niðurstöðurnar gefa góða mynd og gert er ráð fyrir betri árangri með auknum aðgerðum í loftslagsmálum. Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Losun frá vegasamgöngum jókst um fjögur prósent sem Umhverfisstofnun telur helgast af aukningu ferðamanna. Þar hafi rútur og hópbifreiðar skipað stóran sess. Eðli málsins samkvæmt jókst losun vegna flugsamgangna töluvert eða um heil 58 prósent árið 2021. Rafbílavæðing er mögulega farin að skila árangri en heildarfjöldi ekinna kílómetra fólksbíla hefur aukist síðustu ár. Á sama tíma hefur losun þeirra verið að dragast saman, sem Umhverfisstofnun telur að rekja megi til aukinnar notkunar rafbíla. Á grafinu sést aukning í heildarfjölda ekinna kílómetra fólksbíla, á meðan losun minnkar.Umhverfisstofnun Loðnuvertíðin hafði einnig áhrif en losun frá fiskiskipum jókst um 13 prósent árið 2021, miðað við árið á undan. Losunin var rétt undir úthlutuðum heimildum fyrir árið 2021 en samkvæmt bráðabirgðatölum nam losun Íslands árið 2021 4.672 tonnum af koltvísýringsígildum. Með Parísarsáttmálanum hefur Ísland skuldbundið sig til að ná 29 prósent samdrætti í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2030. Miðað er við árið 2005 en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands 12 prósentum minni en hún var árið 2005. Umhverfisstofnun telur niðurstöðurnar gefa góða mynd og gert er ráð fyrir betri árangri með auknum aðgerðum í loftslagsmálum.
Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26