Lífið

Hrella starfsfólk matvöruverslana með fáránlegum spurningum

Snorri Másson skrifar

Fjallað var um útgáfu okkar tíma af hinni klassísku földu myndavél í Íslandi í dag á miðvikudag. Þar voru sýnd brot af TikTok-aðgangi íslenskra ungmenna, sem leggja það í vana sinn áhorfendum sínum til gamans að hrella starfsfólk matvöruverslana með óraunhæfum spurningum um staðsetningu ákveðinna vöruflokka.

Grínið gengur út á að heiti vörunnar sem spurt er um hverju sinni er borið fram með bjöguðum áherslum miðað við hefðbundinn íslenskan framburð. 

Það er ekki sjálfgefið að gefa dæmi um slíkan framburð hér í rituðu máli án hátæknilegra hljóðfræðilegra tákna og þess í stað er lesendum vísað á innslagið hér að ofan, þar sem þetta er sýnt undir lok þáttar. Sjón er sögu ríkari eins og endranær.

Fjölda myndbanda má finna á TikTok-aðganginum og einnig af allt annarri gerð en þeirri sem hér ræðir um.Skjáskot

TikTok-aðgangurinn sem um ræðir heitir 2 Valkostir Ehf. og sum myndböndin eru unnin í samstarfi við aðra áhrifavalda miðilsins.


Tengdar fréttir

Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi

Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu.

Rúmlega níræð kona ökklabrotin eftir harkalegt dyraat

Kona á tíræðisaldri slasaðist alvarlega þegar gert var dyraat á heimili hennar í upphafi viku. Lögreglu hafa verið að berast tilkynningar undanfarið um dyraat, sem er óvenjulega harkalegt vegna tísku á TikTok.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.