Erlent

Hundrað manna starfs­liði Karls til­kynnt um mögu­leg starfs­lok

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ekki er búist við því að Karl muni vilja búa í Buckingham-höll.
Ekki er búist við því að Karl muni vilja búa í Buckingham-höll. AP/Yui Mok/Pool Photo

Starfsliði Karls III, konungs Bretlands er sagt hafa verið tilkynnt að allt að hundrað manns af starfsliði sem vann hjá honum í konunglega bústaðnum Clarence House að það gæti misst vinnuna þegar starfsskyldur hans breytast í kjölfar andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar.

Guardian greinir frá því að tilkynningarnar til starfsmanna hafi verið gefnar út á meðan á athöfn til heiðurs Elísabetar II Bretlandsdrottningar stóð í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg á mánudag.

Starfsliðið er sagt vera bálreitt vegna breytinganna en þessa dagana hafi það verið að vinna að því að greiða leið Karls að konungssætinu og eiga við breytingarnar sem því fylgi. Ekkert hafi bent til þess að þessara fregna mætti vænta en margt starfsfólk hafi staðið í þeirri trú að þau myndu fylgja hjónunum í nýjum embættum.

Engar lokaákvarðanir eru sagðar hafa verið teknar enn en búist sé við því að það starfslið úr Clarence House sem metið sé óþarfi og muni ekki þjónusta hjónin áfram verði aðstoðað við að finna störf annarsstaðar innan konunglegra húsnæða, eða utan þeirra.

Hluti starfsliðsins sem fékk tilkynninguna hafi unnið við Clarence House í áratugi en ekki sé búist við því að Karl vilji endilega búa í Buckingham-höll. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×