Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2022 10:29 Valgarður L. Jónsson er forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. Í júlí boðaði Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra til gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári til þess að fjármagna gerð Fjarðarheiðarganga. Göngin verða rúmlega þrettán kílómetra löng og kosta allt að 47 milljarða króna. Á fundi bæjarstjórnar Akranessbæjar er þessum áformum mótmælt. Þá hvetja þeir ráðherrann til þess að frekar huga að því að byggja ný Hvalfjarðargöng en að hefja gjaldtöku í þeim sem nú eru í notkun. Einstök framkvæmd Í fundargerð bæjarstjórnar segir að Hvalfjarðargöngin séu einstök framkvæmd þar sem þau eru einu neðansjávargöngin á Íslandi, eina einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu, fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndunum og eina vegaframkvæmd landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Því væri sérlega ósanngjarnt að hefja gjaldtöku þar á ný. „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu,“ segir fundargerðinni og bendir bæjarstjórn á að að ríkið hafi staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja um allt land án þess að notendur greiði fyrir uppbyggingu þeirra, að Vaðlaheiðargöngum undanskildum. „Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra,“ segir í fundargerðinni. Mótmæla fyrirætlunum ráðherra Ráðherra er hvattur til þess að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og bygginu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði en innheimta hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð. „Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp,“ segir í ályktuninni. Gífurleg hækkun verðs árskorta Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um hækkun verðs árskorta fyrir fullorðna í landsbyggðarstrætó. Í fyrrasumar var verð á árskorti hækkað úr 140.000 krónum í 239.200 krónur. Rúmlega sjötíu prósenta hækkun. Bæjarstjórn segir að við yfirferð á gjaldskránni vakni alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Árskort fyrir íbúa Norðurlands sem gildir frá Staðarskála til Egilsstaða kosti til dæmis áttatíu þúsund krónum minna þrátt fyrir mun lengri vegalengd en milli Akraness og Höfuðborgarsvæðisins. Strætó númer 57 keyrir frá Reykjavík til Akureyrar, með stoppi á Akranesi.Akranes Gera alvarlega athugasemd „Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir,“ segir í fundargerðinni. Í fundargerðinni segir að bæjarstjórn geri alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við sveitarfélagið áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana. Óskað er eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó. Báðar ályktanir bæjarstjórnar voru samþykktar af öllum þeim bæjarfulltrúum sem sátu fundinn. Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Strætó Vegagerð Byggðamál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Í júlí boðaði Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra til gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári til þess að fjármagna gerð Fjarðarheiðarganga. Göngin verða rúmlega þrettán kílómetra löng og kosta allt að 47 milljarða króna. Á fundi bæjarstjórnar Akranessbæjar er þessum áformum mótmælt. Þá hvetja þeir ráðherrann til þess að frekar huga að því að byggja ný Hvalfjarðargöng en að hefja gjaldtöku í þeim sem nú eru í notkun. Einstök framkvæmd Í fundargerð bæjarstjórnar segir að Hvalfjarðargöngin séu einstök framkvæmd þar sem þau eru einu neðansjávargöngin á Íslandi, eina einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu, fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndunum og eina vegaframkvæmd landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Því væri sérlega ósanngjarnt að hefja gjaldtöku þar á ný. „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu,“ segir fundargerðinni og bendir bæjarstjórn á að að ríkið hafi staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja um allt land án þess að notendur greiði fyrir uppbyggingu þeirra, að Vaðlaheiðargöngum undanskildum. „Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra,“ segir í fundargerðinni. Mótmæla fyrirætlunum ráðherra Ráðherra er hvattur til þess að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og bygginu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði en innheimta hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð. „Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp,“ segir í ályktuninni. Gífurleg hækkun verðs árskorta Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um hækkun verðs árskorta fyrir fullorðna í landsbyggðarstrætó. Í fyrrasumar var verð á árskorti hækkað úr 140.000 krónum í 239.200 krónur. Rúmlega sjötíu prósenta hækkun. Bæjarstjórn segir að við yfirferð á gjaldskránni vakni alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Árskort fyrir íbúa Norðurlands sem gildir frá Staðarskála til Egilsstaða kosti til dæmis áttatíu þúsund krónum minna þrátt fyrir mun lengri vegalengd en milli Akraness og Höfuðborgarsvæðisins. Strætó númer 57 keyrir frá Reykjavík til Akureyrar, með stoppi á Akranesi.Akranes Gera alvarlega athugasemd „Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir,“ segir í fundargerðinni. Í fundargerðinni segir að bæjarstjórn geri alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við sveitarfélagið áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana. Óskað er eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó. Báðar ályktanir bæjarstjórnar voru samþykktar af öllum þeim bæjarfulltrúum sem sátu fundinn.
Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Strætó Vegagerð Byggðamál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira