Fótbolti

Club Brugge valtaði yfir Porto | Leverkusen kláraði Atlético Madrid á lokamínútunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Belgíska liðið Club Brugge fer vel af stað í Meistaradeild Evrópu.
Belgíska liðið Club Brugge fer vel af stað í Meistaradeild Evrópu. Peter De Voecht / Photo News via Getty Images

Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld þegar alls fóru sjö leikir fram. Mikil spenna er í B-riðli þar sem Club Brugge vann 0-4 útisigur gegn Porto og Bayer Leverkusen vann 2-0 sigur gegn Atlético Mardrid.

Belgíska liðið Club Brugge hefur heldur betur komið á óvart í upphafi Meistaradeildarinnar. Liðið vann 0-4 sigur gegn Porto í kvöld og fylgdi þannig eftir 1-0 sigri gegn Bayer Leverkusen í fyrstu umferð.

Belgarnir tóku forystuna snemma leiks og staðan var því 0-1 í hálfleik. Liðið bætti svo tveimur mörkum við snemma í síðari hálfleik áður en fjórða markið leit dagsins ljós örfáum andartökum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Club Brugge er því með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og trónir á toppi B-riðils, en liðsmenn Porto reka hins vegar lestina án stiga.

Á sama tíma fór fram leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madrid þar sem heimamenn í Leverkusen unnu 2-0 sigur. Bæði mörkin voru skoruð á seinustu fimm mínútum leiksins og Leverkusen er nú með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, líkt og Atlético Madrid, en Leverkusen hefur betri markatölu.

Úrslit kvöldsins

A-riðill

Liverpool 2-1 Ajax

B-riðill

Bayer Leverkusen 2-0 Atlético Madrid

Porto 0-4 Club Brugge

C-riðill

Viktoria Plzen 0-2 Inter

Bayern München 2-0 Barcelona

D-riðill

Sporting 2-0 Tottenham

Marseille 0-1 Frankfurt


Tengdar fréttir

Matip tryggði Liverpool dramatískan sigur

Joel Matip reyndist hetja Liverpool er hann tryggði liðinu 2-1 sigur gegn Ajax með marki á lokamínútunum í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Þýsku meistararnir kláruðu Börsunga í endurkomu Lewandowski

Markakóngurinn Robert Lewandowski snéri aftur til München í kvöld þegar Bayern tók á móti Barcelona í sankölluðum stórleik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Tvö mörk snemma í síðari hálfleik skiluðu heimamönnum 2-0 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×