Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2022 09:55 Upp er komið sannkallað krísuástand innan Flokks fólksins vegna alvarlegra ásakana, um að kvenleiðtogar á flokksins á Akureyri megi sæta fyrirlitlegri framkomu og jafnvel kynferðislegs áreitis. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Guðmundar Inga á Facebook þar sem hann ávarpar vini og félaga í flokknum. „Mér þykir afar dapurt að ég skuli finna mig knúinn til að setjast niður og senda frá mér slík skilaboð. En eins og mál eru að þróast hjá forystu flokksins okkar á Akureyri get ég ekki annað. Mér hafa ítrekað borist fregnir af því að kvenleiðtogar okkar og sjálfboðaliðar á Akureyri hafi mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu síðustu mánuði frá ákveðnum trúnaðarmönnum flokksins. Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafa mátt þola.“ Þá segir Guðmundur Ingi að sem varaformaður Flokks fólksins finni hann sig knúinn til að bregðast við og það strax. Og það gerir hann með því að óska eftir því að stjórnarfundur verið haldinn þegar þar sem hinar alvarlegu ásakanir verði ræddar. „Ég og við í Flokki fólksins munum aldrei sætta okkur við ofbeldi, einelti, hótanir né kynferðislegt áreiti af nokkru tagi innan okkar raða.“ Fréttastofu tókst ekki að ná sambandi við Guðmund Inga nú í morgun til að fá nánari útskýringar á því til hvaða atvika hann er að vísa. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Guðmundar Inga á Facebook þar sem hann ávarpar vini og félaga í flokknum. „Mér þykir afar dapurt að ég skuli finna mig knúinn til að setjast niður og senda frá mér slík skilaboð. En eins og mál eru að þróast hjá forystu flokksins okkar á Akureyri get ég ekki annað. Mér hafa ítrekað borist fregnir af því að kvenleiðtogar okkar og sjálfboðaliðar á Akureyri hafi mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu síðustu mánuði frá ákveðnum trúnaðarmönnum flokksins. Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafa mátt þola.“ Þá segir Guðmundur Ingi að sem varaformaður Flokks fólksins finni hann sig knúinn til að bregðast við og það strax. Og það gerir hann með því að óska eftir því að stjórnarfundur verið haldinn þegar þar sem hinar alvarlegu ásakanir verði ræddar. „Ég og við í Flokki fólksins munum aldrei sætta okkur við ofbeldi, einelti, hótanir né kynferðislegt áreiti af nokkru tagi innan okkar raða.“ Fréttastofu tókst ekki að ná sambandi við Guðmund Inga nú í morgun til að fá nánari útskýringar á því til hvaða atvika hann er að vísa.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent