Innlent

Tví­tugur Letti reyndi að smygla inn nær hreinu kókaíni

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn var gripinn við komuna til landsins frá París.
Maðurinn var gripinn við komuna til landsins frá París. Vísir/Vilhelm

Tvítugur karlmaður frá Lettlandi hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að koma nokkuð miklu magni af nær hreinu kókaíni fram hjá tollvörðum í Leifsstöð.

Samkvæmt frétt Fréttablaðsins er manninum gert að sök að hafa flutt 802 grömm af kókaíni til landsins. Hann hafi flutt efnið innvortis frá París þann 24. júní síðastliðinn.

Mál á hendur honum verði þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á morgun en hann hefur fengið að dúsa í fangelsinu á Hólmsheiði frá því að hann kom til landsins.

Efnið sem maðurinn flutti inn mælist 82 til 84 prósent að styrkleika. Kókaín verður ekki sterkara en 89 prósent, eða 100 prósent kókaínklóríð og því er efnið sem maðurinn flutti inn með því sterkara sem mælist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×