Innlent

Sóttu slasaðan göngu­mann á Esjuna

Árni Sæberg skrifar
Vel gekk að koma göngumanninum undir læknishendur.
Vel gekk að koma göngumanninum undir læknishendur. Vísir/Vilhelm

Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna slasaðs göngumanns á Esjunni á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að göngumaðurinn hafi ökklabrotnað.

Að sögn Jónasar Inga, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, gekk vel að koma göngumanninum niður af fjallinu og að björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi hafi aðstoðað við björgunina. Tvö fjórhjól sveitarinnar hafi verið notuð við hana.

Hann segir að ástand göngumannsins liggi ekki fyrir að svo stöddu en að grunur sé um að hann hafi ökklabrotnað á göngu sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.