Innlent

Risa­­stór á­­fangi í ís­lenska bakara­bransanum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sjötíu bakarar frá fimmtán löndum taka þátt.
Sjötíu bakarar frá fimmtán löndum taka þátt. Getty Images

Ríflega sjötíu bakarar eru staddir hér á landi til að taka þátt á heimsþingi bakara og kökugerðamanna. Í kvöld fer fram gala-kvöldverður á Grand Hótel þar sem heiðraðir verða bakari ársins og kökugerðamaður ársins, en sá síðarnefndi er Íslendingur. Nöfn sigurvegara verða tilkynnt í kvöld.

Heimsþingið er stærsti viðburður sem bakarar hafa staðið fyrir hér á landi en innan Alþjóðasamtaka bakara og kökugerðarmanna eru þrjú hundruð þúsund bakarí og kökugerðir í fimm mismunandi heimsálfum. Samtökin voru stofnuð árið 1931 í Ungverjalandi og er þingið nú haldið í fyrsta sinn á Norðurlöndum.

Þátttakendur hafa fundað hér á landi síðustu daga, heimsótt íslensk bakarí og fagskólann í Kópavogi.

Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara segir viðburðinn stórmerkilegan fyrir íslensku bakara- og kökugerðastéttina.

„Hér eru staddir um sjötíu bakarar frá fimmtán löndum. Og í gær var aðalfundur, stjórnarfundur og landsfundur, þar sem við erum búnir að bera saman tölur um landsneyslu og þess háttar. Svo í kvöld verður galadinner þar sem bakari ársins og konditor ársins verða heiðraðir,“ segir Sigurður Már.

Sigurður Már segir að koma verði í ljós hverjir hljóti verðlaunin þetta árið en viðurkennir þó að Íslendingur muni hreppa titilinn kökugerðamaður ársins í ár.

Sambandið hefur fundað hér á landi síðustu daga.Sigurður Már Guðjónsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×