Lífið

Fyrsta sýnishornið úr frumraun Sigurjóns Sighvatssonar sem leikstjóra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurjón Sighvatsson hefur komið að framleiðslu fjölmargra Hollywood-kvikmynda sem og íslenskra kvikmynda.
Sigurjón Sighvatsson hefur komið að framleiðslu fjölmargra Hollywood-kvikmynda sem og íslenskra kvikmynda. Vísir/Vilhelm

Sigurjón Sighvatsson, sem er hvað þekktastur sem kvikmyndaframleiðandi, er sestur í stól leikstjóra. Heimildarmyndin Exxtinction Emergency verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF í Reykjavík nú í september.

Vísir frumsýnir stiklu úr myndinni sem sjá má hér að neðan. Í myndinni er fjallað um tilurð umhverfissamtakanna Extinction Rebellion sem spratt upp í Bretlandi árið 2018 í kjölfar sláandi skýrslu frá Milliríkjanefndinni um loftslagsbreytingar.

Fylgst er með samtökunum, baráttu þeirra fyrir málstaðnum og hvernig þau læra af af mistökum annarra baráttumanna. Stór hluti hópsins er kominn á aldur og fylgst er með því hvernig stjórnvöld lenda í vanda með hvernig eigi að meðhöndla borgaralega óhlýðni þeirra.

Sigurjón Sighvatsson var í ítarlegu viðtali við Innherja á Vísi í fyrra þar sem hann fór yfir ferilinn. Lesa má viðtalið hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sigur­jón Sig­hvats­son opnar sína fyrstu ljós­mynda­sýningu

Í dag opnar Sigurjón Sighvatsson yfirlitssýningu við Hafnartorg á ljósmyndaverkum sem hann hefur unnið á undanförnum áratugum. Sýningin ber nafnið „Horft um öxl - ljósmyndir frá liðinni tíð“ en um er að ræða fyrstu opinberu sýningu ljósmynda Sigurjóns.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×