Lífið

Tóku saman uppáhalds Nylon lag Jóns Jónssonar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Klara Elias og Jón Jónsson sungu saman á Tónleikaveislu Bylgjunnar.
Klara Elias og Jón Jónsson sungu saman á Tónleikaveislu Bylgjunnar. Vísir/Hulda Margrét

Jón Jónsson hlaut góðar móttökur þegar hann steig á svið á Tónleikaveislu Bylgjunnar á dögunum. Tónlistarmaðurinn tók þar mörg af sín vinsælustu lögum.

Sérstakur gestur Jóns á tónleikunum var söngkonan og lagahöfundurinn Klara Elias. Fluttu þau meðal annars Þjóðhátíðarlagið í ár, Eyjanótt. Klara samdi lagið ásamt Ölmu Guðmundsdóttur og James Wong en Alma og Klara sömdu saman textann. Jón og Klara fluttu líka lag hans Ef ástin er hrein. Jón sagði frá því á tónleikunum að hans uppáhalds Nylon lag sé Síðasta sumar. Tóku þau saman fallega útgáfu af laginu.

Klara Elias.Vísir/Hulda Margrét

Jón var á persónulegum nótum á tónleikunum. Hann sagði frá því að á Menningarnótt árið 2002 hafi hann verið að vinna við að halda á auglýsingaskilti fyrir Quarashi tónleika. Sá hann þar skvísu í stúlknahópi sem heillaði hann alveg upp úr skónum. Stúlkan sem um ræðir er Hafdís Jónsdóttir eiginkona söngvarans.

„Nokkrum mánuðum seinna vorum við byrjuð saman og ég hafði samið lagið Þegar ég sá þig fyrst. Það er um þetta augnablik.“

Flutti hann lagið í kjölfarið fyrir áhorfendur í Hljómskálagarði og heima í stofu, en sýnt var beint frá Tónleikaveislunni hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.

„Hver veit nema einhver finni ástina í kvöld.“
Jón Jónsson.Vísir/Hulda Margrét

Tónleika Jóns Jónssonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klara stígur á svið á mínútu 19 í klippunni.

Aðdáendur Jóns geta svo skemmt sér yfir þessari hressu nærmynd af Jóni sem gerð var í Íslandi í dag árið 2012.


Tengdar fréttir

Svona var stemningin í veislu Bylgjunnar

Fjölmennt var í Tónleikaveislu Bylgjunnar á Menningarnótt þrátt fyrir rokið. Áhorfendur voru reglulega hvattir til að dansa til þess að halda á sér hita. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×