Lífið

Herra Hnetusmjör rétti ungum aðdáanda derhúfu fulla af peningaseðlum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ljóshærði Herra Hnetusmjör klæddist dúnúlpu á sviðinu í kuldanum á Menningarnótt.
Ljóshærði Herra Hnetusmjör klæddist dúnúlpu á sviðinu í kuldanum á Menningarnótt. Vísir/Hulda Margrét

Það var ótrúlega góð stemning í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Rapparinn tók alla sína helstu slagara og áhorfendur dönsuðu með.

Aldrei hafa fleiri mætt á Bylgjutónleika í Hljómskálagarðinum. Herra Hnetusmjör flutti lög eins og Klakar, Upp til hópa, Sorry mamma og Stjörnurnar. 

Herra Hnetusmjör fékk troðfullan Hljómskálagarð til að dansa.Vísir/Hulda Margrét

Hér fyrir neðan má sjá myndband af setti Herra Hnetusmjörs á tónleikunum.  Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar Herra Hnetusmjör gaf ungum áhorfanda peninga á miðjum tónleikum. 

Vinur drengsins hafði kastað derhúfunni hans upp á sviðið. Rapparinn skilaði henni aftur á réttan stað, eftir að hafa sótt seðla í rassvasann á buxunum sínum. Gleði aðdáandans unga leyndi sér ekki. Atvikið má sjá á mínútu 11:30 í myndbandinu. 

Klippa: Tónleikaveisla Bylgjunnar - Herra Hnetusmjör

Tengdar fréttir

Svona var stemningin í veislu Bylgjunnar

Fjölmennt var í Tónleikaveislu Bylgjunnar á Menningarnótt þrátt fyrir rokið. Áhorfendur voru reglulega hvattir til að dansa til þess að halda á sér hita. 

Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu

Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 

Svala Björgvins skein skært í Tónleikaveislu Bylgjunnar

Svala Björgvins kom fram á Tónleikaveislu Bylgunnar á Menningarnótt. Tónlistarmaðurinn Haffi Haff deildi sviðinu með henni og tóku þau meðal annars lagið Wiggle Wiggle song, sem Svala samdi á sínum tíma og Haffi söng í undankeppni Eurovision árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×