Fótbolti

Fékk sér Meistara­deildar húð­flúr fyrir 14 árum en lék sinn fyrsta leik í kvöld

Atli Arason skrifar
Giovanni Simeone fagnar marki sínu með því að kyssa húðflúrið.
Giovanni Simeone fagnar marki sínu með því að kyssa húðflúrið. Getty Images

Giovanni Simeone, leikmaður Napoli, lék sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu gegn Liverpool fyrr í kvöld og skoraði sitt fyrsta mark eftir hafa spilað í þrjár mínútur. Napoli vann leikinn 4-1.

Simeone er 27 ára gamall en þegar hann var 13 ára þá fékk hann sér húðflúr með einkennismerki Meistaradeildarinnar á vinstri höndina. Foreldrar Simone voru alls ekki ánægð með gjörning stráksins sem lofaði því þó að hann myndi fagna með því að kyssa húðflúrið þegar hann skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni.

Pabbi Giovanni Simeone er Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid.

Simeone kom inn á völlinn í kvöld fyrir Victor Osimhen á 41. mínútu og skoraði þriðja mark Napoli á 44. mínútu. Simeone fagnaði vissulega með því að smella koss á húðflúrið og brást síðar í grát.

„Mig hefur alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni. Í dag fékk ég tækifærið og nýtti mér það til fulls,“ sagði Simone eftir leikinn. 

Simeone er á lánssamningi hjá Napoli frá Verona út yfirstandandi keppnistímabil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×