„Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2022 13:39 Stangveiðimaður við veiðar í íslenskri á með veiðistöng um fjórum til fimm sinnum styttri en þá sem spænski veiðimaðurinn rak í háspennulínuna í gær. Getty Yfirleiðsögumaður í Eystri-Rangá segir að spænskur veiðimaður hafi líklega sloppið ágætlega miðað við aðstæður þegar löng veiðistöng hans rakst í háspennulínu. Karlmaðurinn, sem er vanur veiðimaður, er með brunasár víða á líkamanum. Um er að ræða spænskan karlmann á sextugsaldri sem komið hefur áður til Íslands til veiða. Gunnar Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sem hefur umsjón með veiði í ánni, leggur áherslu á að stöngin sjálf hafi rekist í raflínuna. Ekki að línan sem veiðimaðurinn kastaði hafi farið í línuna. „Hann fær rafstuð í gegnum stöngina og inn í líkamann,“ segir Gunnar. Um er að ræða veiðistöng af tegundinni Telescopic sem geta orðið allt að tíu metra langar. Gunnar segir stangirnar mjög óalgengar og ekki í vopnabúri íslenskra veiðimanna. „Ég veit að menn hafa kastað línu eða spún í raflínur, en þá gerist ekki neitt. Það er efnið í stönginni sjálfri sem leiðir mjög vel.“ Karlmaðurinn er hluti af fimmtán manna hóp spænskra veiðimanna sem margir hverjir hafa komið til Íslands til veiða áður. Sumir árum saman og sá reynslumesti kom fyrst fyrir tuttugu árum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta,“ segir Gunnar. Það hafi verið veiðimanninum til einhvers happs að veiðifélagi hans var læknir. Þá sé tiltölulega stutt á Hvolsvöll þangað sem honum var ekið í flýti. „Hann fékk bestu mögulegu meðhöndlun.“ Staðan á manninum er að sögn Gunnars góð eftir atvikum. Hópurinn sé enn við veiðar í Eystri-Rangá og láti slysið ekki á sig fá. Hópurinn sé á leið úr landi á morgun eða hinn. Varðandi öryggi á svæðinu segir Gunnar að hafa verði auga með veiðimönnum með langar standir. Þó telur hann að til standi að fjarlægja háspennulínurnar og leggja þær í jörð. Stangveiði Orkumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Um er að ræða spænskan karlmann á sextugsaldri sem komið hefur áður til Íslands til veiða. Gunnar Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sem hefur umsjón með veiði í ánni, leggur áherslu á að stöngin sjálf hafi rekist í raflínuna. Ekki að línan sem veiðimaðurinn kastaði hafi farið í línuna. „Hann fær rafstuð í gegnum stöngina og inn í líkamann,“ segir Gunnar. Um er að ræða veiðistöng af tegundinni Telescopic sem geta orðið allt að tíu metra langar. Gunnar segir stangirnar mjög óalgengar og ekki í vopnabúri íslenskra veiðimanna. „Ég veit að menn hafa kastað línu eða spún í raflínur, en þá gerist ekki neitt. Það er efnið í stönginni sjálfri sem leiðir mjög vel.“ Karlmaðurinn er hluti af fimmtán manna hóp spænskra veiðimanna sem margir hverjir hafa komið til Íslands til veiða áður. Sumir árum saman og sá reynslumesti kom fyrst fyrir tuttugu árum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta,“ segir Gunnar. Það hafi verið veiðimanninum til einhvers happs að veiðifélagi hans var læknir. Þá sé tiltölulega stutt á Hvolsvöll þangað sem honum var ekið í flýti. „Hann fékk bestu mögulegu meðhöndlun.“ Staðan á manninum er að sögn Gunnars góð eftir atvikum. Hópurinn sé enn við veiðar í Eystri-Rangá og láti slysið ekki á sig fá. Hópurinn sé á leið úr landi á morgun eða hinn. Varðandi öryggi á svæðinu segir Gunnar að hafa verði auga með veiðimönnum með langar standir. Þó telur hann að til standi að fjarlægja háspennulínurnar og leggja þær í jörð.
Stangveiði Orkumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57