Leikskólastjóri segir boðaða reglugerðarbreytingu menntamálaráðherra um fjölda barna á leikskólum aðför að leikskólastjórnendum. Hún óttast að sveitarfélögin muni með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna, þvert á réttindi barnanna.
Liz Truss fór á sinn fyrsta fund með Englandsdrottningu í dag og tók formlega við embætti forsætisráðherra. Við sjáum frá því í fréttatímanum og heyrum fyrstu ræðu hennar. Truss bíða erfið verkefni og hún heitir því að grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs.
Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki eru nefnt erlendum nöfnum. Við förum yfir málið og heyrum hvað fólki finnst um þessa þróun. Þá kynnum við okkur deilur vegna hávaða í Skerjafirðinum og í Sportpakkanum rýnum við í stórleik íslenska kvennalandsliðsins sem fer fram í kvöld. Að lokum fer Siggi Hlö yfir ferilinn – og öll símtölin úr heita pottinum - í Íslandi í dag.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.