Segir myndatökur á slysstað hafa valdið slysum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2022 17:29 Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Vísir/Arnar Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að dæmi séu um að myndatökur á slysstað hafi valdið umferðaróhöppum. Hann kveðst svekktur yfir því að slíkar myndatökur færist í aukana. Landsmenn þurfi hreinlega að fara að skoða sinn gang. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis. Sjö ökumenn voru sektaðir fyrir notkun farsíma undir stýri en allir sjö voru gómaðir við að taka myndskeið af vettvangi slyss. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið á vettvangi slysa. Árni sagði að það hafi færst í aukana að ökumenn taki myndskeið á slysstað. „Í þessu tilviki eru þarna lögreglumenn sem einfaldlega ofbýður á hvaða stað við sem samfélag erum komin þegar menn þurfa að vera að mynda aðra í ógöngum en þarna er klárlega verið að sekta fyrir brot á umferðarlögum; notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar. Það stendur alveg skýrt í lögum að stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsímann eins og gert var í þessu tilviki.“ Árni segir að lögreglan hafi ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur á opinberum vettvangi en bætir við að samkvæmt lögreglulögum geti lögreglan bannað myndatökur þegar þær varða rannsóknarhagsmuni eða hagsmuni þriðja aðila. „Við getum ímyndað okkur mjög alvarleg umferðarslys þar sem það er verið að mynda út úr bílum alvarlega slasaða einstaklinga og setja þetta á samfélagsmiðla. Það sér hver heilvita maður að svoleiðis hegðun er bara óeðlileg. Það vill enginn sjá á samfélagsmiðlum myndir af kannski ættingjum og vinum í vandræðum.“ Árni segir að þetta hafi færst mjög í aukana. Þetta finni slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn líka. Hann segir auk þess að slík iðja hafi valdið öðrum óhöppum og skapað hættu. „Við höfum fengið umferðaróhöpp vegna þess að fólk er einfaldlega upptekið af því að mynda ófarir annarra og lendir þá í umferðaróhappi. Þið sjáið það, það er bara svo margt sem er óeðlilegt í þessu, því miður.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Hann kveðst svekktur yfir því að slíkar myndatökur færist í aukana. Landsmenn þurfi hreinlega að fara að skoða sinn gang. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis. Sjö ökumenn voru sektaðir fyrir notkun farsíma undir stýri en allir sjö voru gómaðir við að taka myndskeið af vettvangi slyss. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið á vettvangi slysa. Árni sagði að það hafi færst í aukana að ökumenn taki myndskeið á slysstað. „Í þessu tilviki eru þarna lögreglumenn sem einfaldlega ofbýður á hvaða stað við sem samfélag erum komin þegar menn þurfa að vera að mynda aðra í ógöngum en þarna er klárlega verið að sekta fyrir brot á umferðarlögum; notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar. Það stendur alveg skýrt í lögum að stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsímann eins og gert var í þessu tilviki.“ Árni segir að lögreglan hafi ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur á opinberum vettvangi en bætir við að samkvæmt lögreglulögum geti lögreglan bannað myndatökur þegar þær varða rannsóknarhagsmuni eða hagsmuni þriðja aðila. „Við getum ímyndað okkur mjög alvarleg umferðarslys þar sem það er verið að mynda út úr bílum alvarlega slasaða einstaklinga og setja þetta á samfélagsmiðla. Það sér hver heilvita maður að svoleiðis hegðun er bara óeðlileg. Það vill enginn sjá á samfélagsmiðlum myndir af kannski ættingjum og vinum í vandræðum.“ Árni segir að þetta hafi færst mjög í aukana. Þetta finni slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn líka. Hann segir auk þess að slík iðja hafi valdið öðrum óhöppum og skapað hættu. „Við höfum fengið umferðaróhöpp vegna þess að fólk er einfaldlega upptekið af því að mynda ófarir annarra og lendir þá í umferðaróhappi. Þið sjáið það, það er bara svo margt sem er óeðlilegt í þessu, því miður.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26