Fótbolti

Myndasyrpa frá stórsigri Íslands

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslensku stelpurnar unnu sannkallaðan stórsigur í gær.
Íslensku stelpurnar unnu sannkallaðan stórsigur í gær. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Hvíta-Rússlandi í næst seinustu umferðinni í undankeppni HM.

Íslenska liðið sýndi enga miskunn og vann að lokum afar sannfærandi 6-0 sigur sem þýðir að liðinu nægir jafntefli gegn Hollendingum á þriðjudaginn til að tryggja sér beint sæti á HM.

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik sáu þær Glódís Perla Viggósdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, sem skoraði tvö, um markaskorunina.

Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna, en hluta af myndum hennar má sjá hér fyrir neðan.

Hallbera Guðný Gísladóttir var heiðruð fyrir leik, en hún lagði skóna á hilluna eftir EM í sumar eftir langan landsliðsferil.Vísir/Hulda Margrét

Stúkan var þétt setin.Vísir/Hulda Margrét

Formaðurinn og forsetinn létu sig ekki vanta.Vísir/Hulda Margrét

Sara Björk Gunnarsdóttir braut ísinn af vítapunktinum.Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Sara hljóp beint í fangið á Sif Atladóttur til að fagna öðru marki sínu.Vísir/Hulda Margrét

Styttist líklega í að löng innköst verði skyldufag í grunnskólum landsins.Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Fókus!Vísir/Hulda Margrét

Hin 18 ára Amanda Andradóttir átti flottan leik í byrjunarliðinu.Vísir/Hulda Margrét

Dagný fagnar einu af tveimur mörkum sínum. Með mörkunum tveim varð hún næst markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur.Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×