Fara þurfi í átak vegna aukins ofbeldis meðal barna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 16:29 Ásmundur segir að grípa þurfi til aðgerða vegna ofbeldisbylgju meðal barna. Vísir/Vilhelm Barnamálaráðherra segir að fara þurfi í sérstakt átak til að kveða niður þá ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir meðal íslenskra barna og ungmenna. Til standi að koma á fót stýrihópi sem muni skoða ofbeldismál barna og meta hvað skal gera. Undanfarið hafa fréttir borist af miklu ofbeldi meðal ungmenna. Það má til dæmis sjá í auknu ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur, fjölgun stunguárása, alvarlegra kynferðisbrota hjá krökkum og fleira. Nú í ágústmánuði varð sextán ára gamall drengur fyrir stunguárás en gerendur voru allir um og undir átján ára aldri. Þá hefur meint kynferðisbrot innan veggja Fjölbrautaskóla Suðurlands, þar sem báðir málsaðilar eru undir lögaldri, verið umtalað í vikunni. Þá kemur fram í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2021, sem gefin var út í dag, að mikla athygli hafi vakið hve margir ofbeldismanna, sem leitað hafi til samtakanna, hafi verið undir átján ára aldri þegar brotið var framið. Fram kemur í skýrslunni að af þeim 700 brotamönnum, sem upplýsingum var safnað um í fyrra, hafi 107 þeirra, eða 16,7 prósent af verið á aldrinum 14 til 17 árra. Þá hafi 66,4 prósent þeirra brotaþola sem hafi þá leitað til Stígamóta í fyrra verið yngri en atján ára þegar þau voru fyrst beitt kynferðisofbeldi. Barnamálaráðherra segir brýnt að kveða niður þessa bylgju ofbeldis. „Ég átti fund nýlega með ríkislögreglustjóra til að ræða þessi mál. Ég hef líka verið að ræða þetta við lögregluna, við dómsmálaráðherra. Ég held að við þurfum að fara í aukið átak þegar kemur að þessum málum. Við þurfum að fara inn í skólana, við þurfum að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki með svörin við því hvað við getum gert og hvernig. Þess vegna höfum við verði í samtali um það. Við þurfum að setja vinnu af stað og erum að undirbúa að setja í gang einhvers konar stýrihóp sem fer ofan í þessi mál og skoðar það sem lítur að ofbeldismálum barna, þar sem þau eru gerendur og þar af leiðandi þolendur líka.“ Byggt verði á skýrslu sem skilað var fyrir ári síðan Sólborg Guðbrandsdóttir fór í fyrra fyrir starfshópi sem skilaði Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra tillögum um markvissari kynfræðslu og ofbeldisvarnir í grunnö og framhaldsskólum í júlí á síðasta ári. Hún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að hún óttaðist að skýrslan myndi enda ofan í skúffu ráðuneytisins og að viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála hefði legið fyrir í Fjölbrautaskóla Suðurlands heðfi ráðuneytið fylgt eftir tillögum hennar. Ásmundur segir að ráðuneytið hafi verið í samskiptum við skólameistara vegna skýrslunnar sem unnin var í fyrra. „Við ætlum að fylgja því fastar á eftir núna og ég reikna með að þetta verði eitt af áhersluatriðum í vetur í samstarfi við skólastjóra, hvernig við teiknum upp mál sem lúta að þessu. Málin eru fjölbreytt, þau eru ólík og við ætlum að leggja áherslu á þau í vetur,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Byggt verði á skýrslunni í vinnu þessa veturs. „Við munum meðal annars byggja á þeirri skýrslu og þeirri vinnu sem þar var unnin og vinnu sem unnin hefur verið víðar.“ Fara þurfi í fyrirbyggjandi vinnu Fara þurfi í aukna fræðslu um hvar mörk liggi. „Við erum að fá fregnir af því að ung börn verða gerendur í kynferðisbrotamálum af því að þau skynja ekki hvar mörkin eru. Þar þurfum við að grípa inn í. Ég held bara að við þurfum aukna samfélagsfræðslu fyrir þessa yngstu kynslóð. Hvernig best er að byggja hana upp og á hvaða grunni,“ segir Ásmundur. „Það er það sem við þurfum að vinna að. Snertiflöturinn við börn er í gegn um leik- og grunnskólana þannig að við þurfum að vinna það í samvinnu við sveitarfélögin. Þar erum við með mjög mörg sveitarfélög og mjög marga kóla þannig að jafnvel þó ráðherra gæfi tilskipun úr fílabeinsturni sínum eru ansi langar boðleiðir inn í hverja einustu kennslustofu í landinu.“ Auka þurfi samvinnu ríkis og sveitarfélaga í þessum málum. „Samtal milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið allt of lítið undanfarna tvo áratugi um innleiðingar, breytingar og fleira.“ Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. 22. ágúst 2022 11:35 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Undanfarið hafa fréttir borist af miklu ofbeldi meðal ungmenna. Það má til dæmis sjá í auknu ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur, fjölgun stunguárása, alvarlegra kynferðisbrota hjá krökkum og fleira. Nú í ágústmánuði varð sextán ára gamall drengur fyrir stunguárás en gerendur voru allir um og undir átján ára aldri. Þá hefur meint kynferðisbrot innan veggja Fjölbrautaskóla Suðurlands, þar sem báðir málsaðilar eru undir lögaldri, verið umtalað í vikunni. Þá kemur fram í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2021, sem gefin var út í dag, að mikla athygli hafi vakið hve margir ofbeldismanna, sem leitað hafi til samtakanna, hafi verið undir átján ára aldri þegar brotið var framið. Fram kemur í skýrslunni að af þeim 700 brotamönnum, sem upplýsingum var safnað um í fyrra, hafi 107 þeirra, eða 16,7 prósent af verið á aldrinum 14 til 17 árra. Þá hafi 66,4 prósent þeirra brotaþola sem hafi þá leitað til Stígamóta í fyrra verið yngri en atján ára þegar þau voru fyrst beitt kynferðisofbeldi. Barnamálaráðherra segir brýnt að kveða niður þessa bylgju ofbeldis. „Ég átti fund nýlega með ríkislögreglustjóra til að ræða þessi mál. Ég hef líka verið að ræða þetta við lögregluna, við dómsmálaráðherra. Ég held að við þurfum að fara í aukið átak þegar kemur að þessum málum. Við þurfum að fara inn í skólana, við þurfum að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki með svörin við því hvað við getum gert og hvernig. Þess vegna höfum við verði í samtali um það. Við þurfum að setja vinnu af stað og erum að undirbúa að setja í gang einhvers konar stýrihóp sem fer ofan í þessi mál og skoðar það sem lítur að ofbeldismálum barna, þar sem þau eru gerendur og þar af leiðandi þolendur líka.“ Byggt verði á skýrslu sem skilað var fyrir ári síðan Sólborg Guðbrandsdóttir fór í fyrra fyrir starfshópi sem skilaði Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra tillögum um markvissari kynfræðslu og ofbeldisvarnir í grunnö og framhaldsskólum í júlí á síðasta ári. Hún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að hún óttaðist að skýrslan myndi enda ofan í skúffu ráðuneytisins og að viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála hefði legið fyrir í Fjölbrautaskóla Suðurlands heðfi ráðuneytið fylgt eftir tillögum hennar. Ásmundur segir að ráðuneytið hafi verið í samskiptum við skólameistara vegna skýrslunnar sem unnin var í fyrra. „Við ætlum að fylgja því fastar á eftir núna og ég reikna með að þetta verði eitt af áhersluatriðum í vetur í samstarfi við skólastjóra, hvernig við teiknum upp mál sem lúta að þessu. Málin eru fjölbreytt, þau eru ólík og við ætlum að leggja áherslu á þau í vetur,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Byggt verði á skýrslunni í vinnu þessa veturs. „Við munum meðal annars byggja á þeirri skýrslu og þeirri vinnu sem þar var unnin og vinnu sem unnin hefur verið víðar.“ Fara þurfi í fyrirbyggjandi vinnu Fara þurfi í aukna fræðslu um hvar mörk liggi. „Við erum að fá fregnir af því að ung börn verða gerendur í kynferðisbrotamálum af því að þau skynja ekki hvar mörkin eru. Þar þurfum við að grípa inn í. Ég held bara að við þurfum aukna samfélagsfræðslu fyrir þessa yngstu kynslóð. Hvernig best er að byggja hana upp og á hvaða grunni,“ segir Ásmundur. „Það er það sem við þurfum að vinna að. Snertiflöturinn við börn er í gegn um leik- og grunnskólana þannig að við þurfum að vinna það í samvinnu við sveitarfélögin. Þar erum við með mjög mörg sveitarfélög og mjög marga kóla þannig að jafnvel þó ráðherra gæfi tilskipun úr fílabeinsturni sínum eru ansi langar boðleiðir inn í hverja einustu kennslustofu í landinu.“ Auka þurfi samvinnu ríkis og sveitarfélaga í þessum málum. „Samtal milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið allt of lítið undanfarna tvo áratugi um innleiðingar, breytingar og fleira.“
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. 22. ágúst 2022 11:35 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03
Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. 22. ágúst 2022 11:35