Innlent

Grunur um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Grunur er um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða.
Grunur er um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða. Vísir/Vilhelm

Grunur er um að laxar, sem veiddir voru á Vestfjörðum, séu úr eldiskvíum. Tilkynning barst Matvælastofnun um laxana á föstudag og er málið nú til rannsóknar.

Þetta segir í tilkynningu á vef MAST en starfsmenn Fiskistofu og Matvælastofnunar hafa farið á staðinn sem laxinn veiddist og tekið sýni sem send voru til Hafrannsóknarstofnunar til erfðagreiningar. Atvikið er til meðferðar hjá Matvælastofnun. 

Fram kemur í tilkynningunni að frekari upplýsingar verði veittar um málið þegar niðurstöður erfðagreiningar liggja fyrir. 

Laxeldi er stundað á Vestfjörðum í Dýrafirði, Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×