Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 18:54 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að ef Hvassahraun verður útilokað þurfi að finna fýsilegan kost á ný. Vísir/Egill Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Samningur var gerður milli ríkis og borgar um flutning vallarins í Hvassahraun árið 2019 en málið er enn í ferli. Síðan samningurinn var undirritaður hafa nokkrar jarðskjálftahrinur riðið yfir Reykjanesið og tvisvar sinnum gosið á svæðinu. Því er flugvöllur í Hvassahrauni ekki enn góður kostur. „Starfshópurinn er enn að störfum og þó að við sjáum að við rífumst ekki við eldfjöll er rétt að bíða eftir niðurstöðum hópsins og taka svo bara upplýsta ákvörðun á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir. En það er vissulega hárrétt að líkurnar á því að þarna verði flugvöllur eru mun minni en áður,“ segir Einar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að verið sé að þrengja að flugvellinum með nýrri byggð í Skerjafirði og í nágrenninu. Búið er að skipa í svokallaðan spretthóp vegna málsins en hópurinn mun skila niðurstöðum þann 1. október næstkomandi. „Það er samningur um að það megi ekki skerða rekstraröryggi flugvallarins. Við vinnum þetta málefnalega á grundvelli upplýsinga og ég er bjartsýnn á að það náist niðurstaða í málið. Það er gríðarlega mikilvægt, og það vita Sjálfstæðismenn, að það þarf að hraða alla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í höfuðborginni,“ segir Einar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt uppbygginguna. Einar segir borgarfulltrúa meirihlutans vera í þessu til þess að leysa vandamál, ekki til þess að búa þau til. En til þess að leysa þau þurfi allt að vinnast á grundvelli gagna og skynsemi. Skyldi Hvassahraun vera útilokað sem fýsilegur staður fyrir nýjan flugvöll þarf að ráðast aftur í að skoða hvaða staðir henta best fyrir flugvöll. Þegar Hvassahraun var valið voru tveir aðrir staðir taldir álitlegir, Löngusker og Hólmsheiði. „Það hefur verið deilt um þetta lengi og ég held það sé mikilvægt að vinna þetta áfram á grundvelli samninga og sameiginlegs skilnings á því að það þarf að vera hægt að tryggja sjúkraflug og innanlandsflug svo bæði landsbyggð og höfuðborg njóti góðs af. Vera ekki með þetta í þessum átakafarvegi, það er bara flókið að byggja flugvöll og finna handa honum stað en við verðum að gera það. Og þessi vinna heldur áfram,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Vogar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Samningur var gerður milli ríkis og borgar um flutning vallarins í Hvassahraun árið 2019 en málið er enn í ferli. Síðan samningurinn var undirritaður hafa nokkrar jarðskjálftahrinur riðið yfir Reykjanesið og tvisvar sinnum gosið á svæðinu. Því er flugvöllur í Hvassahrauni ekki enn góður kostur. „Starfshópurinn er enn að störfum og þó að við sjáum að við rífumst ekki við eldfjöll er rétt að bíða eftir niðurstöðum hópsins og taka svo bara upplýsta ákvörðun á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir. En það er vissulega hárrétt að líkurnar á því að þarna verði flugvöllur eru mun minni en áður,“ segir Einar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að verið sé að þrengja að flugvellinum með nýrri byggð í Skerjafirði og í nágrenninu. Búið er að skipa í svokallaðan spretthóp vegna málsins en hópurinn mun skila niðurstöðum þann 1. október næstkomandi. „Það er samningur um að það megi ekki skerða rekstraröryggi flugvallarins. Við vinnum þetta málefnalega á grundvelli upplýsinga og ég er bjartsýnn á að það náist niðurstaða í málið. Það er gríðarlega mikilvægt, og það vita Sjálfstæðismenn, að það þarf að hraða alla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í höfuðborginni,“ segir Einar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt uppbygginguna. Einar segir borgarfulltrúa meirihlutans vera í þessu til þess að leysa vandamál, ekki til þess að búa þau til. En til þess að leysa þau þurfi allt að vinnast á grundvelli gagna og skynsemi. Skyldi Hvassahraun vera útilokað sem fýsilegur staður fyrir nýjan flugvöll þarf að ráðast aftur í að skoða hvaða staðir henta best fyrir flugvöll. Þegar Hvassahraun var valið voru tveir aðrir staðir taldir álitlegir, Löngusker og Hólmsheiði. „Það hefur verið deilt um þetta lengi og ég held það sé mikilvægt að vinna þetta áfram á grundvelli samninga og sameiginlegs skilnings á því að það þarf að vera hægt að tryggja sjúkraflug og innanlandsflug svo bæði landsbyggð og höfuðborg njóti góðs af. Vera ekki með þetta í þessum átakafarvegi, það er bara flókið að byggja flugvöll og finna handa honum stað en við verðum að gera það. Og þessi vinna heldur áfram,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Vogar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25
Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35