„Eini munurinn er að það er bikar undir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 10:16 Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. „Ég er bara rosalega spennt. Það er búin að vera svolítil brekka fyrir okkur, margar breytingar og svona, en ég held að við séum búin að höndla það bara mjög vel,“ sagði Natasha í samtali við Stöð 2 í gær. Blikaliðið er nýkomið heim frá Noregi þar sem liðið lék tvo leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 4-2 tap gegn heimakonum í Rosenborg og náðu því ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar komi sterkari til baka. „Þetta var lærdómsríkt verkefni fyrir okkur. Fyrsti leikurinn var mjög erfiður og fyrri hálfleikurinn þar var ekki nógu góður. Svo komum við sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðum að skora tvö, en það var ekki nóg. Seinni leikurinn var betri og við náðum að jafna okkur eftir fyrri leikinn og við komum bara mjög peppaðar inn í seinni leikinn.“ „Ég veit að við náðum ekki að komast áfram og að þessi seinni leikur hafi ekki skipt mjög miklu máli, en hann skipti mjög miklu máli fyrir okkur.“ „Núna erum við bara búnar að vera ótrúlega peppaðar á æfingum og búnar að æfa mjög vel þannig ég held að við séum rosalega tilbúnar í þennan leik,“ sagði Natasha um bikarúrslitaleikinn sem framundan er. Klippa: Natasha Moraa fyrir bikarúrslitaleikinn Halda spennustiginu niðri og taka lærdóm af tapinu gegn Val í deildinni Þrátt fyrir það að bikarúrslitaleikurinn sé vissulega ekki eins og hver annar leikur þá segir Natasha að liðið reyni að halda undirbúningnum fyrir leikinn svipuðum og fyrir aðra leiki. „Við reynum að halda þessu eins og fyrir aðra leiki. Eini munirinn er að það er bikar undir. Þú vilt bara vinna. Þannig að við erum með gott jafnvægi á þessu, tilbúnar í leikinn, en reynum að vera ekki með of hátt spennustig.“ Breiðablik og Valur áttust við í Bestu-deild kvenna fyrr í sumar þar sem Valskonur höfðu betur. Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar hafi lært af þeim leik og muni nýta sér það í dag. „Í allt sumar erum við búnar að læra eitthvað frá hverjum leik fyrir sig. Þannig að við munum nota það og taka með okkur inn í þennan leik og ég held að við séum bara tilbúnar að mæta þeim.“ Hafa titil að verja Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og fá nú tækifæri til að verja titilinn og halda bikarnum í Kópavoginum. Með sigri þá jafnar Breiðablik Val í titlafjölda en Natasha segist þó lítið vera að hugsa um það. „Maður getur verið með það á bak við eyrað en við erum ekki að hugsa of mikið um það. Þetta snýst bara um þennan leik á laugardaginn og að vinna hann og svo getum við hugsað um þetta þegar við erum búnar að vinna og lyfta bikarnum,“ sagði Natasha létt. „Þær eru með rosalega gott lið og eru að koma úr Meistaradeildarleikjum sem gengu mjög vel hjá þeim. Þannig að við verðum að vera rosalega skipulagðar og tilbúnar í það hvernig þær sækja og svona. En ef við spilum okkar leik þá er ég viss um að þetta detti okkar megin,“ sagði Natasha að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
„Ég er bara rosalega spennt. Það er búin að vera svolítil brekka fyrir okkur, margar breytingar og svona, en ég held að við séum búin að höndla það bara mjög vel,“ sagði Natasha í samtali við Stöð 2 í gær. Blikaliðið er nýkomið heim frá Noregi þar sem liðið lék tvo leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 4-2 tap gegn heimakonum í Rosenborg og náðu því ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar komi sterkari til baka. „Þetta var lærdómsríkt verkefni fyrir okkur. Fyrsti leikurinn var mjög erfiður og fyrri hálfleikurinn þar var ekki nógu góður. Svo komum við sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðum að skora tvö, en það var ekki nóg. Seinni leikurinn var betri og við náðum að jafna okkur eftir fyrri leikinn og við komum bara mjög peppaðar inn í seinni leikinn.“ „Ég veit að við náðum ekki að komast áfram og að þessi seinni leikur hafi ekki skipt mjög miklu máli, en hann skipti mjög miklu máli fyrir okkur.“ „Núna erum við bara búnar að vera ótrúlega peppaðar á æfingum og búnar að æfa mjög vel þannig ég held að við séum rosalega tilbúnar í þennan leik,“ sagði Natasha um bikarúrslitaleikinn sem framundan er. Klippa: Natasha Moraa fyrir bikarúrslitaleikinn Halda spennustiginu niðri og taka lærdóm af tapinu gegn Val í deildinni Þrátt fyrir það að bikarúrslitaleikurinn sé vissulega ekki eins og hver annar leikur þá segir Natasha að liðið reyni að halda undirbúningnum fyrir leikinn svipuðum og fyrir aðra leiki. „Við reynum að halda þessu eins og fyrir aðra leiki. Eini munirinn er að það er bikar undir. Þú vilt bara vinna. Þannig að við erum með gott jafnvægi á þessu, tilbúnar í leikinn, en reynum að vera ekki með of hátt spennustig.“ Breiðablik og Valur áttust við í Bestu-deild kvenna fyrr í sumar þar sem Valskonur höfðu betur. Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar hafi lært af þeim leik og muni nýta sér það í dag. „Í allt sumar erum við búnar að læra eitthvað frá hverjum leik fyrir sig. Þannig að við munum nota það og taka með okkur inn í þennan leik og ég held að við séum bara tilbúnar að mæta þeim.“ Hafa titil að verja Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og fá nú tækifæri til að verja titilinn og halda bikarnum í Kópavoginum. Með sigri þá jafnar Breiðablik Val í titlafjölda en Natasha segist þó lítið vera að hugsa um það. „Maður getur verið með það á bak við eyrað en við erum ekki að hugsa of mikið um það. Þetta snýst bara um þennan leik á laugardaginn og að vinna hann og svo getum við hugsað um þetta þegar við erum búnar að vinna og lyfta bikarnum,“ sagði Natasha létt. „Þær eru með rosalega gott lið og eru að koma úr Meistaradeildarleikjum sem gengu mjög vel hjá þeim. Þannig að við verðum að vera rosalega skipulagðar og tilbúnar í það hvernig þær sækja og svona. En ef við spilum okkar leik þá er ég viss um að þetta detti okkar megin,“ sagði Natasha að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira