Dýralæknar mátu að aflífa þyrfti Kasper eftir að hann beit mann „mjög illa“ í hendina Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 15:18 Að sögn lögreglu mátu dýralæknar og dýraeftirlitsmaður það svo að aflífa þyrfti hundinn Kasper eftir að hann beit 87 ára gamlan mann alvarlega í hendina. Samsett/Vísir Lögregla segir að hundur fjölskyldu á Siglufirði hafi bitið gamlan mann „mjög illa“ í hendina að ástæðulausu, hann hafi verið ógn við nágranna sína „í langan tíma“ og að dýraeftirlitsmaður og dýralæknar hafi metið það svo að aflífa þyrfti hundinn. Hundurinn Kasper, sem er blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei, beit mann á bensínstöðinni Olís á Siglufirði á fimmtudag. Kvöldið eftir kom lögreglan heim til fjölskyldu hundsins og tók hann. Díana Mirela, eigandi hundsins, segir að lögreglan hafi þá ekki gefið fjölskyldunni nein svör um hvað yrði um hundinn. Klukkutíma síðar hafi fjölskyldan fengið símtal frá lögreglunni þar sem þeim var tjáð að hundurinn hefði verið fluttur til Akureyrar og að það ætti að aflífa hann. Því hafi fjölskyldan ekki fengið að kveðja hundinn. Jafnframt telur Díana að lögreglan hafi sleppt því að setja hundinn í geðmat til að meta hvort þyrfti að aflífa hann eða ekki. Þá segir hún að fjölskyldan hafi ekkert heyrt frá lögreglunni eftir að hundurinn var tekinn af lífi. Kasper hafði verið með fjölskyldunni í níu ár. Hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“ Blaðamaður hafði samband við Eyþór Þórbergsson, aðstoðarsaksóknara og staðgengil lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, með tölvupósti til að fá skýringar á máli hundsins og aðgerðum lögreglu. Í svari Eyþórs til blaðamanns sagði hann að hundurinn hafi bitið 87 ára gamlan mann „mjög illa í hendina án þess að gamli maðurinn hefði á nokkurn hátt nálgast hundinn.“ Jafnframt stóð í svari Eyþórs að hundurinn hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“. Þá segir í póstinum að „Dýraeftirlitsmaðurinn á Siglufirði og dýralæknir og héraðsdýralæknir á svæðinu“ hafi metið hundinn hættulegan og hafi metið það svo að það þyrfti að aflífa hann. Þess vegna hafi hundurinn verið svæfður. Í samráði við dýralækna mat dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar það svo að aflífa þyrfti Kasper.Vísir/Egill Eyþór benti blaðamanni svo á að hafa samband við dýraeftirlitsmann Fjallabyggðar og héraðsdýralækni fyrir frekari upplýsingar um málið. Blaðamaður spurði Eyþór einnig út í lýsingar fjölskyldunnar á skorti á samskiptum lögreglunnar við fjölskylduna, fyrir og eftir aflífun hundsins. Hann sagðist þá vita að fjölskyldunni hafi verið gefið tækifæri til að kveðja hundinn en þau hafi ekki viljað það. Þegar þessi orð voru borin undir Díönu sagði hún það ekki rétt, fjölskyldunni hefði ekki gefist kostur á að kveðja hundinn. Þá fannst henni undarlegt að heyra að dýralæknar hefðu framkvæmt mat á hundinum á jafn stuttum tíma og það tók. Ákvörðun tekin í samráði við dýralækna og lögreglu Þegar blaðamaður spurði héraðsdýralækni í umdæmi Norðurlands eystra út í málið sagði fulltrúi embættisins hins vegar „Enginn frá umdæmi héraðsdýralæknis kom að þessu máli“. Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar, staðfesti að héraðsdýralæknir hefði ekki komið nálægt málinu heldur heyrði málaflokkurinn undir sveitarfélag Fjallabyggðar. Síðasti dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar var, að sögn Ármanns, kominn á aldur og hættur og ekki væri enn búið að setja hlutverk eftirlitsmanns inn í starfslýsingu nýs starfsmanns. Þar af leiðandi heyrði málaflokkurinn undir deild Ármanns sem tók ákvörðunin í samráði við tvo dýralækna og lögregluna. Ármann segir enn fremur „í allri ákvarðanatöku í þessu máli var farið í einu og öllu eftir samþykkt um hundahald í Fjallabyggð.“ Í tíundu og elleftu grein þeirrar samþykktar standi skýrt hvernig eigi að taka á málum sem þessum. „Öll ákvarðanataka sem tekin var, miðast við samþykktina,“ sagði hann enn fremur en vildi þess utan ekki tjá sig frekar um málið. Samþykkt um hundahald í Fjallabyggð Í tíundu grein samþykktar Fjallabyggðar um hundahald sem ber heitið Árásarhundar og aðrir hættulegir hundar segir: „Hunda sem hætta er talin stafa af og hunda sem ráðast á menn eða skepnur, skal tilkynna til lögreglu þegar í stað, fjarlægja þegar í stað og færa í vörslu hundaeftirlitsmanns. Séu hundar teknir í vörslu taka lögreglustjóri og hundaeftirlitsmaður ákvörðun um það hvernig með þá skuli farið.“ Þá segir einnig „Heimilt er að afturkalla leyfi og fyrirskipa aflífun hættulegs hunds, að höfðu samráði við dýralækni“ en að sögn Ármanns var haft samráð við tvo dýralækna þegar ákvörðunin var tekin. Í elleftu grein samþykktarinnar, Handsömun og geymsla hunda, stendur „Eigandi hunds, sem aflífa þarf samkvæmt framansögðu, skal bera kostnað af handsömun, geymslu og fóðrun hans fram að aflífun, sem og kostnað af aflífun hjá dýralækni.“ Dýr Gæludýr Fjallabyggð Hundar Tengdar fréttir Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22. ágúst 2022 17:14 „Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. 23. ágúst 2022 13:29 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Hundurinn Kasper, sem er blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei, beit mann á bensínstöðinni Olís á Siglufirði á fimmtudag. Kvöldið eftir kom lögreglan heim til fjölskyldu hundsins og tók hann. Díana Mirela, eigandi hundsins, segir að lögreglan hafi þá ekki gefið fjölskyldunni nein svör um hvað yrði um hundinn. Klukkutíma síðar hafi fjölskyldan fengið símtal frá lögreglunni þar sem þeim var tjáð að hundurinn hefði verið fluttur til Akureyrar og að það ætti að aflífa hann. Því hafi fjölskyldan ekki fengið að kveðja hundinn. Jafnframt telur Díana að lögreglan hafi sleppt því að setja hundinn í geðmat til að meta hvort þyrfti að aflífa hann eða ekki. Þá segir hún að fjölskyldan hafi ekkert heyrt frá lögreglunni eftir að hundurinn var tekinn af lífi. Kasper hafði verið með fjölskyldunni í níu ár. Hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“ Blaðamaður hafði samband við Eyþór Þórbergsson, aðstoðarsaksóknara og staðgengil lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, með tölvupósti til að fá skýringar á máli hundsins og aðgerðum lögreglu. Í svari Eyþórs til blaðamanns sagði hann að hundurinn hafi bitið 87 ára gamlan mann „mjög illa í hendina án þess að gamli maðurinn hefði á nokkurn hátt nálgast hundinn.“ Jafnframt stóð í svari Eyþórs að hundurinn hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“. Þá segir í póstinum að „Dýraeftirlitsmaðurinn á Siglufirði og dýralæknir og héraðsdýralæknir á svæðinu“ hafi metið hundinn hættulegan og hafi metið það svo að það þyrfti að aflífa hann. Þess vegna hafi hundurinn verið svæfður. Í samráði við dýralækna mat dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar það svo að aflífa þyrfti Kasper.Vísir/Egill Eyþór benti blaðamanni svo á að hafa samband við dýraeftirlitsmann Fjallabyggðar og héraðsdýralækni fyrir frekari upplýsingar um málið. Blaðamaður spurði Eyþór einnig út í lýsingar fjölskyldunnar á skorti á samskiptum lögreglunnar við fjölskylduna, fyrir og eftir aflífun hundsins. Hann sagðist þá vita að fjölskyldunni hafi verið gefið tækifæri til að kveðja hundinn en þau hafi ekki viljað það. Þegar þessi orð voru borin undir Díönu sagði hún það ekki rétt, fjölskyldunni hefði ekki gefist kostur á að kveðja hundinn. Þá fannst henni undarlegt að heyra að dýralæknar hefðu framkvæmt mat á hundinum á jafn stuttum tíma og það tók. Ákvörðun tekin í samráði við dýralækna og lögreglu Þegar blaðamaður spurði héraðsdýralækni í umdæmi Norðurlands eystra út í málið sagði fulltrúi embættisins hins vegar „Enginn frá umdæmi héraðsdýralæknis kom að þessu máli“. Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar, staðfesti að héraðsdýralæknir hefði ekki komið nálægt málinu heldur heyrði málaflokkurinn undir sveitarfélag Fjallabyggðar. Síðasti dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar var, að sögn Ármanns, kominn á aldur og hættur og ekki væri enn búið að setja hlutverk eftirlitsmanns inn í starfslýsingu nýs starfsmanns. Þar af leiðandi heyrði málaflokkurinn undir deild Ármanns sem tók ákvörðunin í samráði við tvo dýralækna og lögregluna. Ármann segir enn fremur „í allri ákvarðanatöku í þessu máli var farið í einu og öllu eftir samþykkt um hundahald í Fjallabyggð.“ Í tíundu og elleftu grein þeirrar samþykktar standi skýrt hvernig eigi að taka á málum sem þessum. „Öll ákvarðanataka sem tekin var, miðast við samþykktina,“ sagði hann enn fremur en vildi þess utan ekki tjá sig frekar um málið. Samþykkt um hundahald í Fjallabyggð Í tíundu grein samþykktar Fjallabyggðar um hundahald sem ber heitið Árásarhundar og aðrir hættulegir hundar segir: „Hunda sem hætta er talin stafa af og hunda sem ráðast á menn eða skepnur, skal tilkynna til lögreglu þegar í stað, fjarlægja þegar í stað og færa í vörslu hundaeftirlitsmanns. Séu hundar teknir í vörslu taka lögreglustjóri og hundaeftirlitsmaður ákvörðun um það hvernig með þá skuli farið.“ Þá segir einnig „Heimilt er að afturkalla leyfi og fyrirskipa aflífun hættulegs hunds, að höfðu samráði við dýralækni“ en að sögn Ármanns var haft samráð við tvo dýralækna þegar ákvörðunin var tekin. Í elleftu grein samþykktarinnar, Handsömun og geymsla hunda, stendur „Eigandi hunds, sem aflífa þarf samkvæmt framansögðu, skal bera kostnað af handsömun, geymslu og fóðrun hans fram að aflífun, sem og kostnað af aflífun hjá dýralækni.“
Dýr Gæludýr Fjallabyggð Hundar Tengdar fréttir Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22. ágúst 2022 17:14 „Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. 23. ágúst 2022 13:29 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22. ágúst 2022 17:14
„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. 23. ágúst 2022 13:29