Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 17:14 Kasper hafði verið með fjölskyldunni í níu ár. Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. Díana Mirela býr ásamt fjölskyldu sinni á Siglufirði og var stödd á bensínstöð Olís þar í bæ á fimmtudaginn ásamt móður sinni, barni sínu og fjölskylduhundi þeirra, Kasper, sem var blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei. Kasper beit þar í hendi manns sem gekk í átt að bíl sínum. „Hundurinn var eitthvað stressaður og þetta gerðist allt mjög hratt. Maðurinn var á leið í bílinn sinn og hundurinn réðst á höndina hans. Hann hefur alltaf verið mjög passasamur með mömmu minni. Hún missti takið á hundinum, hún var að sjá um þriggja mánaða son minn sem var í vagni hjá henni og var að vakna,“ segir Díana í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vera viss um hvað hafi gerst hjá Kasper. Hún ítrekar að maðurinn sem var bitinn hafi ekki gert neitt til að styggja hundinn. Kasper var mjög ljúfur hundur að sögn Díönu. Ekkert var gert í málinu þennan fimmtudag en kvöldið eftir fékk faðir Díönu símtal frá lögreglunni þar sem honum var sagt að lögreglumenn væru á leiðinni að sækja hundinn. „Þá héldum við að hann væri að fara í geðmat en eins mikið og við spurðum hvað ætti að gera við hundinn sagði lögreglan að það væri ekki vitað, það væri ekkert að segja. Það voru bara engin svör. Ég var þá að svæfa barnið mitt inni í herbergi og náði ekki einu sinni að segja bless við hundinn minn. Ég hélt að þau myndu halda honum í nokkra daga,“ segir Díana. Þarna var klukkan átta að kvöldi til en rúmlega klukkustund síðar fékk fjölskyldan annað símtal frá lögreglunni. Þá var búið að flytja Kasper til Akureyrar og búið að taka ákvörðun um að aflífa hann. Vissu ekki af geðmatinu Samkvæmt Hundahald.is, upplýsingavef fyrir eigendur hunda og almenning, þá fer Heilbrigðiseftirlitið fram á óháð mat á skapgerð hunda sem bíta. Eftir að búið er að meta skapgerðina er hægt að fara fram á að hundi sé lógað. „Ég grátbað þá um að hugsa sig betur um. Þá vissum við ekki að hundar ættu að fara í geðmat og láta greina hvernig hann er, hvernig skapgerðin í hundinum er. Þannig að þau slepptu því skrefi. Mér skilst að það skref taki nokkra daga og það sé ekki gert sama dag og hundurinn er tekinn,“ segir Díana. Fengu ekki að kveðja hann Við öllum spurningum fjölskyldunnar fékkst það svar að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera. Díana spurði þá hvort þau gætu fengið að vera hjá Kasper á meðan hann yrði svæfður. Það var því miður orðið of seint fyrir það. „Við fengum ekki að kveðja hann, við fengum ekki neitt. Hann var örugglega bara aflífaður á sama tíma og löggan var að segja að þetta væri það eina í stöðunni,“ segir Díana. Ein ummæli lögreglunnar sitja í Díönu. „Lögreglan sagði við mig, sem mér fannst frekar skrítið, að við mættum kæra þetta eftir á ef okkur litist ekki vel á hvernig þetta var gert. Sem hljómar eins og þau vissu upp á sig sökina og að þetta væri kannski ekki beint rétta leiðin. Það er alveg frekar furðulegt að fá þetta komment,“ segir Díana. Díana gagnrýnir það að hafa ekki fengið að kveðja hundinn sinn. Skoða sinn rétt Fjölskyldan fékk aldrei nein gögn í hendurnar sem sýndu fram á að taka ætti hundinn af þeim. Þá segir Díana að engin skýrsla hafi verið gerð í tengslum við málið. Nú er fjölskyldan að skoða sinn rétt og athuga hvort það sé hægt að gera eitthvað í málinu. Þau vilja samt benda á að sama hvort þetta séu reglur eða ekki, þá sé þetta ekki í lagi. „Við viljum ekki að einhver annar lendi í þessu því það er alveg örugglega alveg jafn sárt fyrir einhvern annan,“ segir Díana að lokum. Þau svör fengust hjá Lögreglunni á Akureyri síðdegis að enginn væri á vakt sem gæti svarað fyrir þetta mál. Hægt væri að reyna aftur á morgun. Dýr Gæludýr Hundar Fjallabyggð Lögreglan Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Díana Mirela býr ásamt fjölskyldu sinni á Siglufirði og var stödd á bensínstöð Olís þar í bæ á fimmtudaginn ásamt móður sinni, barni sínu og fjölskylduhundi þeirra, Kasper, sem var blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei. Kasper beit þar í hendi manns sem gekk í átt að bíl sínum. „Hundurinn var eitthvað stressaður og þetta gerðist allt mjög hratt. Maðurinn var á leið í bílinn sinn og hundurinn réðst á höndina hans. Hann hefur alltaf verið mjög passasamur með mömmu minni. Hún missti takið á hundinum, hún var að sjá um þriggja mánaða son minn sem var í vagni hjá henni og var að vakna,“ segir Díana í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vera viss um hvað hafi gerst hjá Kasper. Hún ítrekar að maðurinn sem var bitinn hafi ekki gert neitt til að styggja hundinn. Kasper var mjög ljúfur hundur að sögn Díönu. Ekkert var gert í málinu þennan fimmtudag en kvöldið eftir fékk faðir Díönu símtal frá lögreglunni þar sem honum var sagt að lögreglumenn væru á leiðinni að sækja hundinn. „Þá héldum við að hann væri að fara í geðmat en eins mikið og við spurðum hvað ætti að gera við hundinn sagði lögreglan að það væri ekki vitað, það væri ekkert að segja. Það voru bara engin svör. Ég var þá að svæfa barnið mitt inni í herbergi og náði ekki einu sinni að segja bless við hundinn minn. Ég hélt að þau myndu halda honum í nokkra daga,“ segir Díana. Þarna var klukkan átta að kvöldi til en rúmlega klukkustund síðar fékk fjölskyldan annað símtal frá lögreglunni. Þá var búið að flytja Kasper til Akureyrar og búið að taka ákvörðun um að aflífa hann. Vissu ekki af geðmatinu Samkvæmt Hundahald.is, upplýsingavef fyrir eigendur hunda og almenning, þá fer Heilbrigðiseftirlitið fram á óháð mat á skapgerð hunda sem bíta. Eftir að búið er að meta skapgerðina er hægt að fara fram á að hundi sé lógað. „Ég grátbað þá um að hugsa sig betur um. Þá vissum við ekki að hundar ættu að fara í geðmat og láta greina hvernig hann er, hvernig skapgerðin í hundinum er. Þannig að þau slepptu því skrefi. Mér skilst að það skref taki nokkra daga og það sé ekki gert sama dag og hundurinn er tekinn,“ segir Díana. Fengu ekki að kveðja hann Við öllum spurningum fjölskyldunnar fékkst það svar að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera. Díana spurði þá hvort þau gætu fengið að vera hjá Kasper á meðan hann yrði svæfður. Það var því miður orðið of seint fyrir það. „Við fengum ekki að kveðja hann, við fengum ekki neitt. Hann var örugglega bara aflífaður á sama tíma og löggan var að segja að þetta væri það eina í stöðunni,“ segir Díana. Ein ummæli lögreglunnar sitja í Díönu. „Lögreglan sagði við mig, sem mér fannst frekar skrítið, að við mættum kæra þetta eftir á ef okkur litist ekki vel á hvernig þetta var gert. Sem hljómar eins og þau vissu upp á sig sökina og að þetta væri kannski ekki beint rétta leiðin. Það er alveg frekar furðulegt að fá þetta komment,“ segir Díana. Díana gagnrýnir það að hafa ekki fengið að kveðja hundinn sinn. Skoða sinn rétt Fjölskyldan fékk aldrei nein gögn í hendurnar sem sýndu fram á að taka ætti hundinn af þeim. Þá segir Díana að engin skýrsla hafi verið gerð í tengslum við málið. Nú er fjölskyldan að skoða sinn rétt og athuga hvort það sé hægt að gera eitthvað í málinu. Þau vilja samt benda á að sama hvort þetta séu reglur eða ekki, þá sé þetta ekki í lagi. „Við viljum ekki að einhver annar lendi í þessu því það er alveg örugglega alveg jafn sárt fyrir einhvern annan,“ segir Díana að lokum. Þau svör fengust hjá Lögreglunni á Akureyri síðdegis að enginn væri á vakt sem gæti svarað fyrir þetta mál. Hægt væri að reyna aftur á morgun.
Dýr Gæludýr Hundar Fjallabyggð Lögreglan Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira