Tónleikum frestað með eins dags fyrirvara en verða haldnir 353 dögum síðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2022 11:35 Lewis Capaldi mun ekki spila á Íslandi á þessu ári eins og til stóð en áhugasamir geta séð hann á næsta ári. Getty/Joseph Okpako Tónleikar Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í gær en var frestað með eins dags fyrirvara í fyrradag hafa fengið nýja dagsetningu. Samkvæmt tilkynningu skipuleggjenda munu þeir fara fram 11. ágúst 2023, eða 353 dögum eftir að þeir áttu fyrst að fara fram. Viðburðarfyrirtækið Reykjavík Live, sem stendur að baki tónleikunum, birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem þau greindu frá nýju dagsetningunni. Þar segir að þau hafi unnið að því síðustu tvo daga „með Lewis og hans fólki ásamt Laugardalshöllinni að finna nýja lausa dagsetningu“ fyrir tónleikana sem verði föstudaginn 11. ágúst 2023. Ætla að reyna að bæta fólki tjón Einnig kemur fram í færslunni að allir keyptir miðar muni gilda á nýju dagsetninguna og að þeir sem sjái sér ekki fært að mæta geti sótt um endurgreiðslu. Þá segir að miðahafar ættu að hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um hvernig megi óska eftir endurgreiðslu. Hafi miðakaupendur ekki fengið póst sé hægt að hafa samband við skipuleggjendur á Facebook eða info@reykjaviklive.is til að fá aðstoð. Eftir að tónleikunum var frestað í fyrradag greindu margir óánægðir miðakaupendur frá því að þeir hefðu tapað tugum þúsunda vegna frestunarinnar og stutts fyrirvara hennar. Meðal þeirra var Reyðfirðingur sem segist hafa tapað hundrað þúsund krónum. Í viðtali við Vísi í gær sagði Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda, að Reykjavík Live væri búið að taka saman nöfn fólks sem hefði borið fjárhagslegt tjón vegna frestunarinnar og að þau myndu reyna að bæta fólki tjónið. Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. 23. ágúst 2022 20:08 Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35 Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Viðburðarfyrirtækið Reykjavík Live, sem stendur að baki tónleikunum, birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem þau greindu frá nýju dagsetningunni. Þar segir að þau hafi unnið að því síðustu tvo daga „með Lewis og hans fólki ásamt Laugardalshöllinni að finna nýja lausa dagsetningu“ fyrir tónleikana sem verði föstudaginn 11. ágúst 2023. Ætla að reyna að bæta fólki tjón Einnig kemur fram í færslunni að allir keyptir miðar muni gilda á nýju dagsetninguna og að þeir sem sjái sér ekki fært að mæta geti sótt um endurgreiðslu. Þá segir að miðahafar ættu að hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um hvernig megi óska eftir endurgreiðslu. Hafi miðakaupendur ekki fengið póst sé hægt að hafa samband við skipuleggjendur á Facebook eða info@reykjaviklive.is til að fá aðstoð. Eftir að tónleikunum var frestað í fyrradag greindu margir óánægðir miðakaupendur frá því að þeir hefðu tapað tugum þúsunda vegna frestunarinnar og stutts fyrirvara hennar. Meðal þeirra var Reyðfirðingur sem segist hafa tapað hundrað þúsund krónum. Í viðtali við Vísi í gær sagði Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda, að Reykjavík Live væri búið að taka saman nöfn fólks sem hefði borið fjárhagslegt tjón vegna frestunarinnar og að þau myndu reyna að bæta fólki tjónið.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. 23. ágúst 2022 20:08 Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35 Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. 23. ágúst 2022 20:08
Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35
Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15