Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 12:47 Magnús Magnússon sóknarprestur Húnavatnsprestakalls segir allt samfélagið harmi slegið. Áfallateymi fundar í dag um frekari viðbrgöð í samfélaginu. Vísir Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði í gærkvöldi til íbúafundar vegna harmleiksins á Blönduósi um helgina. Magnús Magnússon sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli segir húsfylli hafa verið á fundinum sem var haldinn í félagsheimilinu í bænum. „Þetta er mikill harmleikur fyrir allt samfélagið en fundurinn gekk vel. Það var fullt út úr dyrum í félagsheimilinu en þar fór lögreglustjórinn yfir atburði dagsins og gaf þær upplýsingar sem honum var unnt. Við buðum svo fólki að mæta í Blönduóskirkju eftir fundinn þar sem ég leiddi bænarstund. Fólki var svo boðið að eiga samtal við presta eða áfallateymi Rauða krossins. Það voru nokkuð margir fagaðilar á staðnum. Það voru margir sem þáðu það en svo var fólk líka að sýna hvort öðru styrk og stuðning með faðmlagi og hlýjum orðum,“ segir Magnús. Magnús segir að verið sé að undirbúa frekari viðbrögð. „Við erum að fara hittast samráðsteymi í áfallahjálp í umdæminu til að ákveða frekari viðbrögð. Það verður tekið áfram utan um þá sem standa næst málinu. Svo verður það víkkað út í fyrirtæki og hópa í samfélaginu. Þetta verður tekið fyrir skipulega. Það koma upplýsingar á opinberar heimasíður, eins og sveitarfélagsins, skólans og kirkjunnar um hvert fólk getur leitað ef því líður illa. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir Magnús. Hann segir mikilvægt að huga vel að börnunum. „Það þarf að segja börnum satt og rétt frá án þess að nota róttæk orð. Það þarf að gera með umhyggju og skilningi og hugsa vel orðin sín,“ segir Magnús. Magnús segir marga hafa haft samband. „Þetta er stór og alvarlegur atburður í samfélaginu hér og á landsvísu. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem við höfum fundið úr nærliggjandi samfélögum og vítt og breitt af landinu, segir Magnús að lokum. Manndráp á Blönduósi Börn og uppeldi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði í gærkvöldi til íbúafundar vegna harmleiksins á Blönduósi um helgina. Magnús Magnússon sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli segir húsfylli hafa verið á fundinum sem var haldinn í félagsheimilinu í bænum. „Þetta er mikill harmleikur fyrir allt samfélagið en fundurinn gekk vel. Það var fullt út úr dyrum í félagsheimilinu en þar fór lögreglustjórinn yfir atburði dagsins og gaf þær upplýsingar sem honum var unnt. Við buðum svo fólki að mæta í Blönduóskirkju eftir fundinn þar sem ég leiddi bænarstund. Fólki var svo boðið að eiga samtal við presta eða áfallateymi Rauða krossins. Það voru nokkuð margir fagaðilar á staðnum. Það voru margir sem þáðu það en svo var fólk líka að sýna hvort öðru styrk og stuðning með faðmlagi og hlýjum orðum,“ segir Magnús. Magnús segir að verið sé að undirbúa frekari viðbrögð. „Við erum að fara hittast samráðsteymi í áfallahjálp í umdæminu til að ákveða frekari viðbrögð. Það verður tekið áfram utan um þá sem standa næst málinu. Svo verður það víkkað út í fyrirtæki og hópa í samfélaginu. Þetta verður tekið fyrir skipulega. Það koma upplýsingar á opinberar heimasíður, eins og sveitarfélagsins, skólans og kirkjunnar um hvert fólk getur leitað ef því líður illa. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir Magnús. Hann segir mikilvægt að huga vel að börnunum. „Það þarf að segja börnum satt og rétt frá án þess að nota róttæk orð. Það þarf að gera með umhyggju og skilningi og hugsa vel orðin sín,“ segir Magnús. Magnús segir marga hafa haft samband. „Þetta er stór og alvarlegur atburður í samfélaginu hér og á landsvísu. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem við höfum fundið úr nærliggjandi samfélögum og vítt og breitt af landinu, segir Magnús að lokum.
Manndráp á Blönduósi Börn og uppeldi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira