Innlent

Á­falla­t­eymi Rauða krossins komið á staðinn

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Aðalheiður Jónsdóttir teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. Myndin er samsett.
Aðalheiður Jónsdóttir teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. Myndin er samsett. Aðsent, Vísir/Vilhelm

Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp.

Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli.

Þrír aðilar úr áfallateymi Rauða krossins eru komnir á staðinn og hófust handa við að meta stöðuna í samráði við lögregluna á svæðinu að sögn Aðalheiðar Jónsdóttur, teymisstjóra neyðarvarna hjá Rauða Krossinum.

Hún segir áfallateymið lang oftast sinna aðstandendum og vitnum og veiti sálræna fyrstu hjálp en enn sé verið að meta stöðu mála. Hún minnir á að hjálparsími Rauða krossins, 1717 er opinn allan sólarhringinn vilji fólk fá aðstoð eða tala við einhvern.

Aðspurð hvernig áfallahjálpin fari fram í tilfellum sem þessum segir Aðalheiður vanlíðan vegna áfalla geta birst með andlegum og líkamlegum einkennum. Áfallateymið reyni að hlusta, vera til staðar og leiðbeina einstaklingum vegna næstu skrefa.

Að sögn Aðalheiðar liggja litlar upplýsingar fyrir að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn

Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×