Innlent

Nem­endur Ævin­týra­borgar þurfa að láta Öskju­hlíðina duga til að byrja með

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leikskólalóðin er ekki tilbúin, eins og sjá má á þessari mynd. Öskjuhlíðin þarf að duga í bili.
Leikskólalóðin er ekki tilbúin, eins og sjá má á þessari mynd. Öskjuhlíðin þarf að duga í bili. Stöð 2

Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið.

Þetta er á meðal þeirra bráðaaðgerða sem meirihlutinn í Reykjavíkurborg kynnti í dag, til að bregðast við við þeim vanda sem skapast hefur í leikskólamálum í borginni, eins og fjallað var um á Vísi í dag.

Reiknað er með að Ævintýraborg geti tekið við hundrað nemendum og að leikskólinn verði opnaður að hluta í september.

Moldarflag og malarhrúgur

Eins og sjá mátti glögglega í kvöldfréttum Stöðvar 2 er leikskólinn hins vegar ekki tilbúinn.

Búið er að koma leikskólahúsnæðinu fyrir en ýmis vinna er þó eftir innandyra áður en hægt er að sinna leikskólanemendum þar inni.

Svona var staðan í vikunni.Vísir/Egill

Hvað varðar leikskólalóðina, sem á að þjóna sem útivistarsvæði fyrir leikskólann, þá er hún „alls ekki frágengin,“ eins og Kristín Ólafsdóttir, fréttakona okkar, komst að orði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Hér eru bara malarhrúgur, moldarflag og nokkur þungavinnutæki. Ekki sérlega barnvænt,“ sagði Kristín en sjá má heimsókn hennar í Ævintýraborg í myndbandinu hér að neðan.

Til þess að opna megi leikskólann sem fyrst ráðgerir meirihlutinn að leggja allt púður í að klára húsnæðið sem fyrst. Ekki verði farið í vinnu á útisvæðinu fyrr en að búið er að klára húsnæðið.

Í millitíðinni þurfa nemendur skólans að láta sér Öskjuhlíðina nægja sem útivistarsvæði, samkvæmt tillögum meirihlutans.


Tengdar fréttir

Stefnt á að opna Ævin­týra­borg strax í septem­ber

Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.