Fótbolti

Markalaust í toppslag Lengjudeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
FH-ingar eru komnir með aðra löppina upp í Bestu-deild kvenna.
FH-ingar eru komnir með aðra löppina upp í Bestu-deild kvenna. FH

FH og HK, liðin í efstu tveim sætum Lengjudeildar kvenna, gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í toppslag deildarinnar í kvöld.

Úrslitin þýða það að FH-ingar eru með 37 stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum meira en HK sem situr í öðru sæti og sex stigum meira en Tindastóll sem situr í þriðja sæti.

Tindastóll á leik til góða á bæði FH og HK og getur því komist upp í annað sætið með sigri gegn Fjarðabyggð/​Hetti/​Leikni næstkomandi laugardag, en efstu tvö liðin fara upp í Bestu-deildina.

FTapi Tindastóll leiknum er FH svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu. Takist Tindastól að vinna á laugardaginn ættu þrjú stig úr seinustu þrem umferðum deildarinnar þó að duga FH-ingum til að komast upp í Bestu-deildina þar sem liðið er með mun betri markatölu en önnur lið deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×