Innlent

Dæmd í árs­fangelsi fyrir kókaín­smygl

Atli Ísleifsson skrifar
Konan kom til landsins með flugi frá Brussel þann 24. júní síðastliðinn.
Konan kom til landsins með flugi frá Brussel þann 24. júní síðastliðinn. Getty

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 750 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í júní síðastliðinn.

Konan flutti efnin innvortis þegar hún kom með flugi til Keflavíkurflugvallar frá Brussel í Belgíu, en þangað hafði hún flutt þau frá Hollandi.

Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu, en hún hefur ekki orðið uppvís að refsiverðri háttsemi áður svo kunnugt sé.

„Ekkert hefur komið fram um það að ákærða hafi verið eigandi efnisins né tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þess til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar sem og til greiðrar játningar ákærðu hjá lögreglu og fyrir dómi,“ segir í dómnum.

Þótti hæfileg fangelsisrefsing tólf mánuðir en til frátdráttar kemur gæsluvarðhaldsvist sem hún hafði sætt frá 25. júní síðastliðinn.

Konan var einnig dæmd til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, samtals um ein og hálf milljón króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×