Dagur tekur ekki formannsslaginn Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 06:40 Dagur B. Eggertsson verður ekki næsti formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ragnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í júní að hann myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku flokksins. Hann er þegar orðinn þaulsetnasti formaður flokksins frá stofnun hans og telur að kominn sé tími á breytingar. Um leið og Logi tilkynnti að hann færi ekki fram hófust vangaveltur um það hvort Dagur B. Eggertsson yrði arftaki hans. Dagur hefur nú tekið fyrir þær vangaveltur og segir í samtali við Fréttablaðið að hann muni ekki gefa kost á sér. „Ég hef auðvitað skynjað mikinn stuðning. Fólk hefur kallað eftir nýrri ríkisstjórn sem yrði mynduð frá vinstri yfir á miðjuna svipað og í Reykjavík. En ég er að hefja nýtt kjörtímabil í borginni og á ekki sæti á þingi. Þess vegna var langsótt að ég byði mig fram til formennsku í flokknum,“ er haft eftir honum í blaði dagsins. Þó segir Dagur ekki útilokað að hann muni færa sig yfir í landsmálin og bjóða sig fram til Alþingis þegar næst verður kosið til þess. Kristrún boðar til fundar Sú sem oftast hefur verið nefnd sem mögulegur arftaki Loga, auk Dags, er Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Kristrún mun samkvæmt heimildum fréttastofu halda fund með stuðningsfólki sínu klukkan 16 á morgun í Iðnó. Talið er að hún muni tilkynna framboð sitt til formanns á fundinum. Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í júní að hann myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku flokksins. Hann er þegar orðinn þaulsetnasti formaður flokksins frá stofnun hans og telur að kominn sé tími á breytingar. Um leið og Logi tilkynnti að hann færi ekki fram hófust vangaveltur um það hvort Dagur B. Eggertsson yrði arftaki hans. Dagur hefur nú tekið fyrir þær vangaveltur og segir í samtali við Fréttablaðið að hann muni ekki gefa kost á sér. „Ég hef auðvitað skynjað mikinn stuðning. Fólk hefur kallað eftir nýrri ríkisstjórn sem yrði mynduð frá vinstri yfir á miðjuna svipað og í Reykjavík. En ég er að hefja nýtt kjörtímabil í borginni og á ekki sæti á þingi. Þess vegna var langsótt að ég byði mig fram til formennsku í flokknum,“ er haft eftir honum í blaði dagsins. Þó segir Dagur ekki útilokað að hann muni færa sig yfir í landsmálin og bjóða sig fram til Alþingis þegar næst verður kosið til þess. Kristrún boðar til fundar Sú sem oftast hefur verið nefnd sem mögulegur arftaki Loga, auk Dags, er Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Kristrún mun samkvæmt heimildum fréttastofu halda fund með stuðningsfólki sínu klukkan 16 á morgun í Iðnó. Talið er að hún muni tilkynna framboð sitt til formanns á fundinum.
Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira