Innlent

Lokað inn á gossvæðið á morgun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Rúmlega fimm þúsund manns fóru um gossvæðið í gær.
Rúmlega fimm þúsund manns fóru um gossvæðið í gær. Vísir/Vilhelm

Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum sem send var út eftir fund viðbragðsaðila í morgun. Þar kemur einnig fram að 5.180 manns hafi farið um gossvæðið í gær.

Eftirlit við gosstöðvarnar gekk vel í gær þrátt fyrir að nokkrir hafi þurft aðstoð við að komast niður af fjalli. Vísa þurfti nokkrum fjölskyldum með ung börn frá. Þá ökklabrotnaði einn aðili á göngu sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.