Innlent

Leita manns eftir hnífstungu í miðbænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan virðist hafa haft í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan virðist hafa haft í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem stakk annan mann í bakið í miðbænum í nótt. Maðurinn flúði eftir hnífstunguna og stendur leit yfir. Sá sem var stunginn var fluttur á sjúkrahús og var hann þá með meðvitund.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Þar segir einnig að tilkynning hafi borist um hópslagsmál í miðbænum fyrir klukkan fimm í nótt. Tilkynningar um slagsmál á skemmtistöðum bárust einnig úr Breiðholti og Kópavogi.

Þá barst lögreglunni tilkynning um óðan mann á skemmtistað í Hafnarfirði. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um að einhver hefði dotti af rafmagnshlaupahjóli í miðbænum. Viðkomandi hlaut ekki alvarleg meiðsli en áverka á andliti. Einnig missti maður meðvitund eftir að hann datt aftur fyrir sig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.