Missti báða fótleggina eftir slys á Tröllaskaga Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 23:03 Fjallaskíðamaður í nágrenni Dalvíkur. Getty Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða. Daniel lýsir slysinu í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa áttað sig strax á því eftir fallið að hann hafi hryggbrotnað. Hann hafði verið einn á fjallinu á meðan Sierra beið í bústaðnum sem þau gistu í. Daniel skilaði sér ekki til baka í bústaðinn á réttum tíma og hafði Sierra samband við björgunarsveitir. Þegar hann fannst, nokkrum klukkutímum seinna, var hann mjög kaldur og segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir í samtali við Fréttablaðið, að það hafi verið kraftaverk að hann hafi lifað af. Hann hafði farið í hjartastopp stuttu eftir að þyrla björgunarsveitarinnar lagði af stað með hann frá slysstað og til Reykjavíkur. Tómas segir Daniel hafa hryggbrotnað þannig að hryggurinn hafi farið alveg í sundur um miðbikið sem olli áverkum á mænunni og lömun fyrir neðan mitti. Daniel fékk drep í báða fótleggina og því þurfti að aflima þá báða. Daniel hefur verið í endurhæfingu frá því að hann kom heim til Bandaríkjanna en hann hlaut einnig heilaskaða við fallið. Í samtali við Fréttablaðið segist hann vera nú að einbeita sér að því að læra að lesa upp á nýtt. Það sé hans helsta von að endurheimta þann hæfileika. Hann þakkar öllum viðbragðsaðilum á Íslandi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann segir umönnunina hafa verið einstaka. Hjónin útiloka ekki að heimsækja Ísland aftur seinna en fyrst verði þau að vinna úr þeim tilfinningum sem upp hafa komið síðan slysið átti sér stað. Fjallabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Daniel lýsir slysinu í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa áttað sig strax á því eftir fallið að hann hafi hryggbrotnað. Hann hafði verið einn á fjallinu á meðan Sierra beið í bústaðnum sem þau gistu í. Daniel skilaði sér ekki til baka í bústaðinn á réttum tíma og hafði Sierra samband við björgunarsveitir. Þegar hann fannst, nokkrum klukkutímum seinna, var hann mjög kaldur og segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir í samtali við Fréttablaðið, að það hafi verið kraftaverk að hann hafi lifað af. Hann hafði farið í hjartastopp stuttu eftir að þyrla björgunarsveitarinnar lagði af stað með hann frá slysstað og til Reykjavíkur. Tómas segir Daniel hafa hryggbrotnað þannig að hryggurinn hafi farið alveg í sundur um miðbikið sem olli áverkum á mænunni og lömun fyrir neðan mitti. Daniel fékk drep í báða fótleggina og því þurfti að aflima þá báða. Daniel hefur verið í endurhæfingu frá því að hann kom heim til Bandaríkjanna en hann hlaut einnig heilaskaða við fallið. Í samtali við Fréttablaðið segist hann vera nú að einbeita sér að því að læra að lesa upp á nýtt. Það sé hans helsta von að endurheimta þann hæfileika. Hann þakkar öllum viðbragðsaðilum á Íslandi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann segir umönnunina hafa verið einstaka. Hjónin útiloka ekki að heimsækja Ísland aftur seinna en fyrst verði þau að vinna úr þeim tilfinningum sem upp hafa komið síðan slysið átti sér stað.
Fjallabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07