Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 20:01 Dagur man vel eftir sömu umræðu sem spratt upp árið 2006. Þá greip borgin til ýmissa úrræða, til dæmis að skjóta á máva á við tjörnina. Þetta bar lítinn árangur. vísir/einar Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í útjaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuðborgarsvæðið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög áberandi á vissum svæðum. Eins og fréttastofa greindu frá í vikunni hefur Garðabær ákveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitarfélaginu til að reyna að fækka þeim. Borgarstjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykjavík. „Nei, þetta hefur ekki verið á dagskrá en þetta var sennilega á dagskrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svolítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu hatursefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Standa heiðursvörð á morgnana Ástæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auðvitað margþættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu. Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á samfélagsmiðlum. Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flatkökum, ráðast á hlaupara eða eru til almennra leiðinda. Síðast þegar vandamálið komst í hámæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta einstöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá. „Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert fullyrða um það nema einhverjar náttúrulegar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hugmyndinni um meðferð skotvopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur. Enda báru þessar aðgerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum. Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í myndbandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjónvarpsfréttinni sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan. „Já ég á auðvitað bara í persónulegu sambandi við fuglalífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðursverði á handriðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur. Fuglar Reykjavík Dýr Borgarstjórn Garðabær Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í útjaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuðborgarsvæðið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög áberandi á vissum svæðum. Eins og fréttastofa greindu frá í vikunni hefur Garðabær ákveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitarfélaginu til að reyna að fækka þeim. Borgarstjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykjavík. „Nei, þetta hefur ekki verið á dagskrá en þetta var sennilega á dagskrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svolítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu hatursefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Standa heiðursvörð á morgnana Ástæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auðvitað margþættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu. Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á samfélagsmiðlum. Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flatkökum, ráðast á hlaupara eða eru til almennra leiðinda. Síðast þegar vandamálið komst í hámæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta einstöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá. „Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert fullyrða um það nema einhverjar náttúrulegar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hugmyndinni um meðferð skotvopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur. Enda báru þessar aðgerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum. Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í myndbandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjónvarpsfréttinni sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan. „Já ég á auðvitað bara í persónulegu sambandi við fuglalífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðursverði á handriðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur.
Fuglar Reykjavík Dýr Borgarstjórn Garðabær Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30