Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir mun lesa fréttir í kvöld en þess má geta að þetta er síðasti kvöldfréttatíminn sem hún les.
Edda Andrésdóttir mun lesa fréttir í kvöld en þess má geta að þetta er síðasti kvöldfréttatíminn sem hún les.

Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Talsverður hiti var í fólki þegar það ræddi málin við borgarstjóra og borgarfulltrúa. Við sýnum frá mótmælunum í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan ASÍ, segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafa komist til valda með offorsi og eineltistilburðum - sem fáir séu spenntir að vinna með. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Þá heyrum við í ósáttum börnum sem vilja fá að skoða gosið, fjöllum um hitabylgju í Evrópu og sýnum ykkur torfhesthús í Skagafirðinum.

Edda Andrésdóttir mun lesa fréttir í kvöld en þess má geta að þetta er síðasti kvöldfréttatíminn sem hún les, eftir fimmtíu ára feril í fjölmiðlum og þar af þrjátíu ára fréttalestur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×