Lífið

Hvernig börnin fengu hlutverkin sín í Stranger Things

Elísabet Hanna skrifar
Caleb Mclaughlin, Millie Bobby Brown, Finn Wolfhard, Sadie Sink, Noah Schnapp, Gaten Matarazzo og Priah Ferguson voru öll valin í sitt hlutverk.
Caleb Mclaughlin, Millie Bobby Brown, Finn Wolfhard, Sadie Sink, Noah Schnapp, Gaten Matarazzo og Priah Ferguson voru öll valin í sitt hlutverk. Getty/Theo Wargo

Netflix þættirnir Stranger Things fóru í loftið árið 2016 en áður en þeir slógu í gegn voru aðalleikarar þáttanna börn sem voru valin úr fjölda umsækjenda í þetta stóra ævintýri. Carmen Cuba er konan á bak við leikaravalið og fer hún yfir ferlið við það að velja tilvonandi stjörnurnar í viðtali hjá Vanity Fair.

„Á meðan eitthvað af ferlinu mínu felur í sér að vera úti á götu og sjá börn sem lýta út á ákveðin hátt og ræða við foreldra þeirra og spyrja: „Hey, hefur barnið þitt áhuga á því að leika?“ þá var þetta ekki þannig, af því að vinnan yrði svo mikil. Þetta var að fara að vera á hverjum degi, í marga mánuði og mjög sértækir textar til þess að læra,“ segir hún um leitina að börnunum. 

Hún hóf því leit sína í leiklistarskólum, hjá kennurum í faginu og meðal barna sem höfðu verið á Broadway og endaði á því að finna stjörnur eins og Millie Bobby Brown sem flestir þekkja í dag. „Annað með Millie í prufunum er að hún er bresk en hún fór í gegnum allar prufurnar, líka á skype með leikstjórunum, með amerískan hreim svo við gleymdum því eiginlega að hún væri bresk,“ segir Carmen sem finnst það magnað afrek miðað við ungan aldur en hún var tíu ára á þeim tímapunkti.

Hér að neðan má sjá áheyrnarprufurnar sem krakkarnir og eldri leikarar þáttaraðanna skiluðu inn og hvaða áhrif þær höfðu á leikaravalið:


Tengdar fréttir

Stranger Things stjarna snýr aftur á Broa­dway

Gaten Matarazzo gjarnan þekktur sem Dustin Henderson í sjónvarpsþáttunum „Stranger things“ snéri aftur á Broadway á dögunum sem Jared Kleinman í söngleiknum „Dear Evan Hansen.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.