Innlent

Bein útsending: Eldgosið í nærmynd

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eldgosið er mikið sjónarspil.
Eldgosið er mikið sjónarspil. Vísir/Vilhelm

Vísir sýnir beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Undir útsendingunni hljóma fagrir tónar Bylgjunnar.

Gosið hefur haldið uppteknum hætti undanfarna daga og hraunið stækkar og stækkar. Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið.

Stefnt er að því að sýna frá Meradölum svo lengi sem hraun heldur áfram að malla upp úr jörðinni þar, allavega á meðan skyggni leyfir.

Beina útsendingu frá gosinu má sjá í spilaranum hér að neðan og á Stöð 2 Vísi, sem er á rás 5 í sjónvarpi Vodafone og rás 8 í sjónvarpi Símans.


Tengdar fréttir

Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum

Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.