Innlent

Í­búar á lands­byggðinni nei­kvæðari í garð túr­ista

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ferðamenn í Meradölum.
Ferðamenn í Meradölum. Vísir/Vilhelm

Íbúar landsbyggðarinnar virðast ívið neikvæðari gagnvart túristum en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem snýr að viðhorfi Íslendinga til ferðamanna.

Í könnun Maskínu kemur fram að um 3-5 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu séu neikvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við um sjö til fimmtán prósent víða á landsbyggðinni. Mest virðist neikvæðnin vera á Norðurlandi, þar sem um 15 prósent íbúa virðast neikvæðir í garð túrista.

Kjósendur Flokks fólksins eru einnig áberandi neikvæðir í garð túrista. Þeir sem hafa lægri tekjur eru jafnframt neikvæðari en þeir sem hafa meira á milli handanna.

Lesa má úr niðurstöðum könnunarinnar í heild sinni hér. 

Könnunin fór fram dagana 20. til 25. júlí 2022 og voru svarendur 1.069 talsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.