Innlent

Stærri gígur að myndast á miðri sprungunni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Gígurinn virðist stækka með hverri mínútunni þennan morguninn.
Gígurinn virðist stækka með hverri mínútunni þennan morguninn. Vísir/Vilhelm

Nokkuð myndarlegur og stærri gígur virðist vera að myndast á miðri gossprungunni í Meradölum. Gígurinn sást vel á vefmyndavél frá Langhól í nótt og hleypir hann frá sér stórum gosstrókum.

„Það er greinilega há strókavirkni sem er greinileg núna á vefmyndavél. Það virðist vera að myndast gígur á miðri sprungunni og barmar þar í kring. Svo eru tveir minni gígar við þennan miðjugíg,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni.

Á vefmyndavél RÚV sem snýr að gosinu frá Langhól sést gígurinn vel.

Svipaður gosórói og skárra veður

„Gosóróinn hefur verið fremur stöðugur, hann virtist heldur kröftugri í gær en veðrið gæti hafa haft áhrif á mælingar þar.“ Líklegt sé að gosstrókarnir séu að ná hærra upp í loft vegna stærðar gígsins. 

Á gosstöðvunum verður veðrið heldur þungbúið áfram að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofunni.

„Skýjahulan ætti að lyfta sér þegar líður á morguninn, þannig það ætti að vera þurrt að mestu leyti þarna þó það verði skýjað. Vestangolukaldi og hiti svo sem ágætur, 8-9 stig.“

Það sé því líkur á þokkalegu veðri og ágætis skyggni næsta sólarhring en rigna fer á svæðinu annað kvöld og verður veðrið þá með svipuðu móti og síðustu daga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.