Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Skiptar skoðanir eru á þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum að banna börnum undir tólf ára aldri að fara á gossvæðið í Meradölum. Landsbjörg segir ákvörðunina auðvelda starf björgunarsveita til muna, en aðrir telja að treysta eigi foreldrum til að meta aðstæður hverju sinni. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forseti Alþýðusambandsins segir sannarlega svigrúm til launahækkana í haust en sérfræðingar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á öðru máli. Umræðan í aðdraganda kjaraviðræðna er tekin að þyngjast og farið verður yfir stöðuna í kvöldfréttum.

Við ræðum einnig við formann bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur að endurskoða þurfi fjármögnun vegakerfisins og verðum í beinni frá Tjörninni þar sem kertum verður fleytt á friðarstund í kvöld – auk þess sem við kíkjum á glæsilegasta bílasafn landsins.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×