Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því að slasaði einstaklingurinn hafi verið fluttur á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Rannsóknarvinna á vettvangi sé langt komin en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um tildrög slyssins að svo stöddu.
Samkvæmt umfjöllun RÚV er hinn slasaði karlmaður á sjötugsaldri.
Tilkynningu frá lögreglunni má sjá hér að neðan.