Gosstöðvar að öllum líkindum opnaðar aftur þrátt fyrir vonskuveður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 07:11 Björgunarsveit á vettvangi. Vísir/Vilhelm Gönguleiðir að gosstöðvunum verða opnaðar aftur klukkan tíu að öllu óbreyttu. Það verður þó mjög blautt og mælt með því að bíða með ferðir fram yfir hádegi, að minnsta kosti. Gosórói helst óbreyttur. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, mánudag, þar sem tilkynnt var um lokun gösstöðvanna kom einnig fram að opnað yrði fyrir aðgengi klukkan 10 í dag, þriðjudag. Að öllu óbreyttu verður því hægt að ganga að gosinu í dag eftir klukkan 10. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur líklegt að opnað þau áform gangi eftir, þrátt fyrir vonskuveður. Þungbúið veður áfram „Það er enn strekkingsvindur þarna og gríðarlega mikil rigning, það á töluvert eftir að rigna næstu tvo til þrjá tímana en svo ganga skilin yfir og við tekur töluvert skárra veður. Ég er nú hræddur um að það verði frekar lágskýjað og þungbúið áfram,“ segir Óli Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir því viðbúið að það verði áfram þokuslæða upp úr klukkan 10 á svæðinu þó mesta vonskuveðrið muni vera búið að ganga yfir þá. Hann mælist því til þess að göngufólk bíði með ferðir þangað til eftir hádegi í dag. „Það verður alveg svaðblautt þarna, vegna þess að loftið er svo mettað. Það sest enginn niður án þess að blotna, þannig ef fólk var hvatt til að fara vel búið áður, þá þarf það að fara extra vel búið núna.“ Enn óbreytt staða á gosinu Einar Hjörleifsson, Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðu gossins óbreytta. „Við höfum ekki séð neinn óróa lækka, en það er stöðugur eldgosórói. Við sjáum að vísu ekkert á vefmyndvélum sem stendur vegna veðurs. En við vöktum óróann og ef það sést skyndilegt fall í óróanum þá, allavega í fyrra gosi, bendir það til þess að nýjar sprungur séu að opnast. Við höfum ekki séð svoleiðis merki í nótt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, mánudag, þar sem tilkynnt var um lokun gösstöðvanna kom einnig fram að opnað yrði fyrir aðgengi klukkan 10 í dag, þriðjudag. Að öllu óbreyttu verður því hægt að ganga að gosinu í dag eftir klukkan 10. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur líklegt að opnað þau áform gangi eftir, þrátt fyrir vonskuveður. Þungbúið veður áfram „Það er enn strekkingsvindur þarna og gríðarlega mikil rigning, það á töluvert eftir að rigna næstu tvo til þrjá tímana en svo ganga skilin yfir og við tekur töluvert skárra veður. Ég er nú hræddur um að það verði frekar lágskýjað og þungbúið áfram,“ segir Óli Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir því viðbúið að það verði áfram þokuslæða upp úr klukkan 10 á svæðinu þó mesta vonskuveðrið muni vera búið að ganga yfir þá. Hann mælist því til þess að göngufólk bíði með ferðir þangað til eftir hádegi í dag. „Það verður alveg svaðblautt þarna, vegna þess að loftið er svo mettað. Það sest enginn niður án þess að blotna, þannig ef fólk var hvatt til að fara vel búið áður, þá þarf það að fara extra vel búið núna.“ Enn óbreytt staða á gosinu Einar Hjörleifsson, Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðu gossins óbreytta. „Við höfum ekki séð neinn óróa lækka, en það er stöðugur eldgosórói. Við sjáum að vísu ekkert á vefmyndvélum sem stendur vegna veðurs. En við vöktum óróann og ef það sést skyndilegt fall í óróanum þá, allavega í fyrra gosi, bendir það til þess að nýjar sprungur séu að opnast. Við höfum ekki séð svoleiðis merki í nótt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira