Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 11:37 Steinar Þór Kristinsson er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar í Grindavík. Arnar Halldórsson Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. Svæðið við gosstöðvarnar hefur verið lokað síðan klukkan 5 í gærmorgun vegna veðurs og tekin var ákvörðun um að framlengja lokuninni þar til í fyrramálið. Unnið verður að því að bæta aðgengi upp að gosstöðvunum í dag en á meðan verður björgunarsveitarfólk í hvíld eftir margra daga törn. „Það var ákveðið að nota tækifærið fyrst það er lokað vegna veðurs og reyna að laga gönguleiðina þarna áfram upp,“ segir Steinar Þór Kristinsson björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni í Grindavík og fulltrúi í svæðisstjórn. „Það er mjög erfitt aðgengi fyrir okkur þarna upp á fjallið og það er eiginlega mjög illfært og erfitt við að eiga. Það tekur mikinn tíma og er mikil áníðsla á tækjum.“ Nokkur fjöldi ferðamanna, aðallega erlendra, lagði leið sína að gosstöðvunum í gær þrátt fyrir lokanir en var snúið við af björgunarsveitarfólki. „Einhverjir virðast hafa farið einhvers staðar fram hjá og sloppið í gegn en það er alveg sáralítil umferð,“ segir Steinar. Veðrið uppi á fjallinu sé vont og von á enn verra veðri þegar líður á daginn. „Það er bara frekar skítt þarna uppi skilst mér núna og getur verið að aðeins dúri en það er bara svo stuttur tími og svo verður mikið slagveður og læti með kvöldinu og í nótt.“ Fólk fari enn með börn upp að gosstöðvunum þrátt fyrir aðvaranir. „Stundum fær maður hálfillt í hjartað þegar maður sér þetta fólk koma niður og börnin hálfpartinn dregin áfram vegna þess að þau eru alveg uppgefin eftir þetta,“ segir Steinar. Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Svæðið við gosstöðvarnar hefur verið lokað síðan klukkan 5 í gærmorgun vegna veðurs og tekin var ákvörðun um að framlengja lokuninni þar til í fyrramálið. Unnið verður að því að bæta aðgengi upp að gosstöðvunum í dag en á meðan verður björgunarsveitarfólk í hvíld eftir margra daga törn. „Það var ákveðið að nota tækifærið fyrst það er lokað vegna veðurs og reyna að laga gönguleiðina þarna áfram upp,“ segir Steinar Þór Kristinsson björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni í Grindavík og fulltrúi í svæðisstjórn. „Það er mjög erfitt aðgengi fyrir okkur þarna upp á fjallið og það er eiginlega mjög illfært og erfitt við að eiga. Það tekur mikinn tíma og er mikil áníðsla á tækjum.“ Nokkur fjöldi ferðamanna, aðallega erlendra, lagði leið sína að gosstöðvunum í gær þrátt fyrir lokanir en var snúið við af björgunarsveitarfólki. „Einhverjir virðast hafa farið einhvers staðar fram hjá og sloppið í gegn en það er alveg sáralítil umferð,“ segir Steinar. Veðrið uppi á fjallinu sé vont og von á enn verra veðri þegar líður á daginn. „Það er bara frekar skítt þarna uppi skilst mér núna og getur verið að aðeins dúri en það er bara svo stuttur tími og svo verður mikið slagveður og læti með kvöldinu og í nótt.“ Fólk fari enn með börn upp að gosstöðvunum þrátt fyrir aðvaranir. „Stundum fær maður hálfillt í hjartað þegar maður sér þetta fólk koma niður og börnin hálfpartinn dregin áfram vegna þess að þau eru alveg uppgefin eftir þetta,“ segir Steinar.
Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14
Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels