Innlent

Einar ráðinn sveitar­stjóri Skaft­ár­hrepps

Bjarki Sigurðsson skrifar
Einar Kristján Jónsson var valinn úr hópi sextán umsækjenda.
Einar Kristján Jónsson var valinn úr hópi sextán umsækjenda.

Einar Kristján Jónsson er næsti sveitarstjóri Skaftárhrepps. Ráðning hans verður staðfest á fundi sveitarstjórnar næstkomandi þriðjudag.

Sunnlenska greinir frá þessu en Einar hefur starfað síðustu átta ár sem sveitarstjóri í Húnavatnshreppi. Þá hefur Einar Kristján gegnt fjölmörgum trúnaðar- og félagsstörfum í gegnum tíðina.

„Ég er spenntur og er fullur tilhlökkunar að taka við starfi sveitarstjóra Skaftárhrepps og kynnast og vinna með því ágæta fólki sem þar býr. Það er mikill mannauður í sveitarfélaginu og ég sé endalaus tækifæri til þess að skapa sterka og sjálfbæra framtíð fyrir íbúa svæðisins,“ hefur Sunnlenska eftir Einari.

Alls sóttu ellefu manns um starfið, þar á meðal tveir fyrrverandi þingmenn, Karl Gauti Hjaltason og Vigdís Hauksdóttir.

Ö-listinn Öflugt samfélag hlaut 74,1 prósenta atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í vor gegn 25,9 prósentum Sjálfstæðisflokksins. Ö-listinn hlaut því fjóra sveitarstjórnarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn einn.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×