Innlent

At­vinnu­­leysi jókst um 0,5 prósent milli mánaða

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hlutfall starfandi einstaklinga lækkaði um 1,4 prósentustig á milli mánaða. Mynd tengist frétt ekki beint. 
Hlutfall starfandi einstaklinga lækkaði um 1,4 prósentustig á milli mánaða. Mynd tengist frétt ekki beint.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Atvinnuleysi jókst um 0,5 prósentustig á milli maí og júní samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en atvinnuleysi mældist fjögur prósent í júní. Hlutfall starfandi einstaklinga lækkaði um 1,4 prósentustig.

Í nettóúrtaki Hagstofunnar fyrir vinnumarkaðsrannsóknina í júní voru 1.880 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára með lögheimili á Íslandi en svarhlutfallið var 55,6 prósent.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á vef Hagstofunnar og sé júní 2022 borinn saman við tölur frá júní 2021 hafi hlutfall starfandi einstaklinga aukist um 1,7 prósent og hlutfall atvinnulausra minnkað um 1,4 prósent.

Mánaðarlegt hlutfall starfandi einstaklinga á aldreinum 16 til 74 ára.Hagstofa Íslands

Á vefnum kemur þar fram að atvinnuþátttaka aldurshópsins hafi verið 82,9 prósent en af heildarvinnuafli væru 216.800 starfandi og 7.500 einstaklingar atvinnulausir eða í atvinnuleit.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×