Tannlæknir og prófessor með 80 geitur á Snæfellsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2022 20:04 Jörundur og Sif, kátir og hressir geitabændur á bænum Hrísakoti á Snæfellsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Geitur eru í miklu uppáhaldi hjá tannlækni og háskólaprófessor á Snæfellsnesi en þar eru þau með um 80 geitur og 50 kið. Hér eru við við að tala um bæinn Hrísakot þar sem Sif Matthíasdóttir, tannlæknir og Jörundur Svavarsson, háskólaprófessor eru með myndarlegt geitabú, auk kjötvinnslu til að fullvinna afurðirnar af búinu. Geitunum líður greinilega mjög vel hjá þeim enda vel hugsað um þær og stjanað við þær og kiðin á allan hátt. Nokkrir hestar eru líka á bænum. „Geiturnar eru svo skemmtilegar, þetta eru mannelskar skepnur og svo klárar skepnur. Þær taka upp á ýmsu en eru virkilega góðir vinir manns, þannig að það eru forréttindi að vera geitabóndi. Eins og þú sérð, þær eru óhræddar við manninn, þær treysta manni, þannig eru þær bara mjög indælar,“ segir Jörundur. Falleg kið á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skemmtilegu búskapur? „Mjög svo, það telja reyndar margir að þetta sé óferjandi og óalandi skepnur en þær eru það ekki. Ef girðingarnar eru í lagi þá tolla þær innan girðingar,“ segir Sif og hlær. Mikið af geitakjöti og öðrum afurðum af geitum er selt í Hrísakoti með góðum árangri. En geita- og kiðakjöt, hvernig kjöt er það? „Þetta er mjög magurt kjöt, þannig að það er mjög vandasamt í eldamennsku, það er mjög auðvelt að skemma það,“ segir Sif. Kjötið frá bænum er einstaklega bragðmikið og gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér hún búskapinn þróast hjá hjónunum? „Ég held að við séum komin á toppinn núna, nú förum við að fækka. Við erum bæði komin á aldur og erum bara tvö að standa í þessu, þannig að ég held að fari að snúast að því.“ Fallegar vörur frá Hrísakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Hrísakots Snæfellsbær Landbúnaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hér eru við við að tala um bæinn Hrísakot þar sem Sif Matthíasdóttir, tannlæknir og Jörundur Svavarsson, háskólaprófessor eru með myndarlegt geitabú, auk kjötvinnslu til að fullvinna afurðirnar af búinu. Geitunum líður greinilega mjög vel hjá þeim enda vel hugsað um þær og stjanað við þær og kiðin á allan hátt. Nokkrir hestar eru líka á bænum. „Geiturnar eru svo skemmtilegar, þetta eru mannelskar skepnur og svo klárar skepnur. Þær taka upp á ýmsu en eru virkilega góðir vinir manns, þannig að það eru forréttindi að vera geitabóndi. Eins og þú sérð, þær eru óhræddar við manninn, þær treysta manni, þannig eru þær bara mjög indælar,“ segir Jörundur. Falleg kið á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skemmtilegu búskapur? „Mjög svo, það telja reyndar margir að þetta sé óferjandi og óalandi skepnur en þær eru það ekki. Ef girðingarnar eru í lagi þá tolla þær innan girðingar,“ segir Sif og hlær. Mikið af geitakjöti og öðrum afurðum af geitum er selt í Hrísakoti með góðum árangri. En geita- og kiðakjöt, hvernig kjöt er það? „Þetta er mjög magurt kjöt, þannig að það er mjög vandasamt í eldamennsku, það er mjög auðvelt að skemma það,“ segir Sif. Kjötið frá bænum er einstaklega bragðmikið og gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér hún búskapinn þróast hjá hjónunum? „Ég held að við séum komin á toppinn núna, nú förum við að fækka. Við erum bæði komin á aldur og erum bara tvö að standa í þessu, þannig að ég held að fari að snúast að því.“ Fallegar vörur frá Hrísakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Hrísakots
Snæfellsbær Landbúnaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira