„Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. ágúst 2022 16:17 Guðrún Lára ásamt eiginmanni sínum Trausta Gunnarssyni. Guðrún Lára Pálmadóttir Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. Guðrún Lára Pálmadóttir var að keyra með eiginmanni sínum, Trausta Gunnarssyni, nálægt Nátthaga þegar þau komu auga á gosstrók nálægt Fagradalsfjalli. Þau kíktu á fréttamiðla og sáu að gos var hafið, ákváðu að leggja bílnum og ganga af stað. Þegar fréttastofa náði tali af Guðrúnu stóð hún á Langahrygg og horfði á þetta glænýja eldgos. „Þetta virðist frekar lítið gos. Frekar lítil sprunga og stutt,“ segir Guðrún. „Það er mjög stíf norðaustanátt sem blæs öllum gösum til suðausturs og alveg frá okkur. Þannig það er engin mengun þar sem við erum. Erum kannski kílómetra frá sprungunni. Fólk er að fara enn þá nær en við ákváðum að gera það ekki, ef vindurinn skildi snúast eitthvað, þá myndum við lenda í bobba.“ Útsýnið frá Langahrygg.Guðrún Lára Pálmadóttir Þau hjónin eru með þeim fyrstu til að fá að berja augum á þetta nýja eldgos en Guðrún áætlar að þau hafi séð um fimmtíu manns ganga í átt að gosstöðvunum á meðan þau voru á leiðinni þangað. „Við fengum SMS um að fólk ætti ekki að fara nær því það væri eldgos. Það kom ekki fyrr en klukkutíma og þremur korterum eftir að eldgosið hófst og þá vorum við mætt,“ segir Guðrún og hlær. Guðrún er sjálf menntuð sem jarðfræðingur en starfar hjá Ferðamálastofu. Hún er þó í sumarfríi þessa dagana og fóru hún og eiginmaður hennar saman til þess að kanna góðar gönguleiðir ef það skildi gjósa. Hún bjóst þó ekki við því að það myndi byrja að gjósa rétt á meðan hún væri á svæðinu. „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu. Maður á ekki von á þessu aftur,“ segir Guðrún. Hún hvetur þá sem eru lagðir af stað í átt að gosinu að ekki fara svokallaðar A og B-leiðir en ekki er hægt að komast að gosinu þar nema að labba fram hjá gömlu gosstöðvunum. Sú ganga myndi taka um fjóra tíma í staðinn fyrir klukkutíma. Rétt er að minna á að almannavarnir hafa varað fólk við því að ganga í átt að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Guðrún Lára Pálmadóttir var að keyra með eiginmanni sínum, Trausta Gunnarssyni, nálægt Nátthaga þegar þau komu auga á gosstrók nálægt Fagradalsfjalli. Þau kíktu á fréttamiðla og sáu að gos var hafið, ákváðu að leggja bílnum og ganga af stað. Þegar fréttastofa náði tali af Guðrúnu stóð hún á Langahrygg og horfði á þetta glænýja eldgos. „Þetta virðist frekar lítið gos. Frekar lítil sprunga og stutt,“ segir Guðrún. „Það er mjög stíf norðaustanátt sem blæs öllum gösum til suðausturs og alveg frá okkur. Þannig það er engin mengun þar sem við erum. Erum kannski kílómetra frá sprungunni. Fólk er að fara enn þá nær en við ákváðum að gera það ekki, ef vindurinn skildi snúast eitthvað, þá myndum við lenda í bobba.“ Útsýnið frá Langahrygg.Guðrún Lára Pálmadóttir Þau hjónin eru með þeim fyrstu til að fá að berja augum á þetta nýja eldgos en Guðrún áætlar að þau hafi séð um fimmtíu manns ganga í átt að gosstöðvunum á meðan þau voru á leiðinni þangað. „Við fengum SMS um að fólk ætti ekki að fara nær því það væri eldgos. Það kom ekki fyrr en klukkutíma og þremur korterum eftir að eldgosið hófst og þá vorum við mætt,“ segir Guðrún og hlær. Guðrún er sjálf menntuð sem jarðfræðingur en starfar hjá Ferðamálastofu. Hún er þó í sumarfríi þessa dagana og fóru hún og eiginmaður hennar saman til þess að kanna góðar gönguleiðir ef það skildi gjósa. Hún bjóst þó ekki við því að það myndi byrja að gjósa rétt á meðan hún væri á svæðinu. „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu. Maður á ekki von á þessu aftur,“ segir Guðrún. Hún hvetur þá sem eru lagðir af stað í átt að gosinu að ekki fara svokallaðar A og B-leiðir en ekki er hægt að komast að gosinu þar nema að labba fram hjá gömlu gosstöðvunum. Sú ganga myndi taka um fjóra tíma í staðinn fyrir klukkutíma. Rétt er að minna á að almannavarnir hafa varað fólk við því að ganga í átt að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01
Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55
Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04
Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47