Innlent

Í þyrlu á ystu nöf yfir gosinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fæturnir á Arnari Halldórssyni tökumanni Stöðvar 2.
Fæturnir á Arnari Halldórssyni tökumanni Stöðvar 2.

Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar.

Gos hófst í Meradölum á öðrum tímanum í dag og í framhaldinu fóru tökumenn frá báðum stöðvum um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Vísir er í beinni útsendingu sem stendur úr þyrlunni þar sem flogið er yfir gosstöðvarnar. 

Að neðan má sjá brot úr útsendingunni þar sem Arnar Halldórsson, tökumaður Stöðvar 2, og Kristinn Þeyr Magnússon, tökumaður RÚV, koma sér fyrir í opnum dyrum þyrlunnar. 

Eflaust fer um einhvern áhorfandann þegar hann horfir á þessa klippu þar sem fyrrnefndir tökumenn tylla sér í gættina með fæturnar út úr þyrlunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×