Innlent

Reykurinn í Fagradalsfjalli ekki merki um kviku

Eiður Þór Árnason skrifar
Reyk má sjá í vefútsendingu mbl.is. Myndinni var deilt af Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands.
Reyk má sjá í vefútsendingu mbl.is. Myndinni var deilt af Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Skjáskot

Reykur sem sést rjúka upp við Fagradalsfjall í vefútsendingu mbl.is frá svæðinu er ekki merki um að kvika sé á leið upp á yfirborðið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist um 2,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili um klukkan 19:40 í kvöld og fylgdu minni eftirskjálftar í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst meðal annars á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Náttúruvársérfræðingar kanna nú hvort ný sprunga hafi myndast við Fagradalsfjall. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni virðist vefmyndavél mbl.is nema hita frá svæðinu fremur en gasuppstreymi. Mælitæki sýni ekki að kvika nálgist yfirborðið.

Veðurstofan gaf út fyrr í dag að verulegar líkur væru taldar á því að gos gæti hafist á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum og vikum. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Á seinasta ári var það einn af forboðunum fyrir eldgosið.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum

Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×